fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Pressan

16 ára afmælið breyttist í martröð eftir að hún gleymdi að loka Facebook-viðburðinum fyrir ókunnuga

Pressan
Mánudaginn 21. júlí 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 ákvað hollensk táningsstúlka að halda upp á 16 ára afmælið sitt. Til að vera sniðug ákvað hún að nota möguleika, sem þá var nýr af nálinni, á Facebook til að senda boðskortin, með því að búa til viðburð og senda boð á vini sína. Hún Merthe Weusthuis bauð 78 gestum í veisluna, en hún fattaði ekki að gera viðburðinn lokaðan.

Þá upphófst atburðarás sem endaði með ósköpum. Fjallað hefur verið um mál stúlkunnar í heimildarþáttunum Trainwreck: The Real Project X á Facebook þar sem Merthe, sem í dag er fullorðin, steig fram og lýsti því hvernig afmælið hennar breyttist í martröð.

Óheppileg tímasetning

Eftir að Merthe stofnaði viðburðinn fór hún í skólann nokkuð áhyggjulaus en seinna tók hún eftir því að rúmlega 17 þúsund manns voru búnir að melda sig í afmælið hennar. Henni krossbrá. Var allt þetta fólk að fara að mæta heim til hennar? Hún ákvað í samráði við foreldra sína að eyða viðburðnum út af Facebook og vona það besta.

Tímasetning afmælisveislunnar var þó óheppileg. Þetta sama ár kom út kvikmyndin Project X sem fjallaði um óframfærinn ungling sem ákvað að bjóða nokkrum vinum heim til að fagna afmæli sínu. Síðan mættu mun fleiri en var boðið og óeirðir brutust út sem enduðu með því að fjölskyldubílnum var ekið ofan í sundlaugina, fólk var að leika sér óvarlega með eldvörpur og loks brann heimili unglingsins niður um það leyti sem lögreglu bar að garði. Óframfæri unglingsins endaði með að verða vinsæll í skólanum en var einnig ákærður fyrir að hafa stuðlað að uppþoti og fyrir að hvetja ungmenni til fremja lögbrot.

Þessi kvikmynd varð mjög vinsæl meðal ungmenna, sérstaklega þar sem myndinni lauk með því að vinur unglingsins lofaði fréttamanni að annað stærra partý væri fram undan.

Eftir að Merthe eyddi afmælisviðburðinum út af Facebook ákvað hinn 18 ára gamli Jorik Clarck að búa til nýja viðburð þar sem fólki var boðið heim til Merthe í óvænta afmælisveislu. Clarck hafði ekki hugmynd um hver Merthe var, en hann dreymdi um partý í anda Project X-kvikmyndarinnar. Aftur merktu tugir þúsunda að þeir ætluðu að mæta í veisluna.

100 handteknir og 36 slasaðir

Fjölskylda Merthe varð skelfingu lostin og loks höfðu þau samband við Clarck og báðu hann um vægð. Hann eyddi loks sínum viðburði en skaðinn var skeður. Nýr viðburður var stofnaður af einhverjum öðrum.

Ljóst var að þessi veisla yrði að raunveruleika.

Í aðdraganda afmælis síns voru Merthe og fjölskylda hennar hætt að þora út úr húsi.

Ungmenni út um allt land lögðu leið sína að heimili Merthe. Veislan var auglýst á stórum skiltum, stuttermabolir merktir veislunni voru seldir og allt stefndi í stórslys.

Bæjarstjórinn í Haren, þar sem Merthe bjó, neitaði að bregðast við fyrr en það var orðið alltof seint. Þann 21. september árið 2012 mættu þúsundir ungmenna til Haren. Merthe og fjölskylda höfðu þá flúið heimili sitt. Næstu klukkustundirnar var Haren undirlagt ungmennum, rúmlega 3 þúsund talsins, sem drukku ótæpilega og voru með dólgslæti. Til átaka kom við lögreglu, bifreiðar stóðu logandi ljósum og meðal annars var brotist inn í hverfisverslunina og öllu lauslegu stolið.

Það var ekki fyrr en á miðnætti sem lögreglu tókst að stilla til friðar og morguninn eftir vöknuðu íbúar Haren við vondan draum. Bærinn þeirra var í rúst. 36 ungmenni slösuðust í óeirðunum og 100 voru handtekin.

Merthe segir í heimildarþáttunum að eftir þetta hafi hún flutt frá Hollandi enda vissu þá allir hver hún var og hvernig afmælið hennar hafði lagt heilan bæ í rúst.

„Ég fer ekki oft heim þessa dagana. Ég held að Hollendingar hafi enn ekki gleymt því sem gerðist.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfarþegi notaði nýstárlega aðferð til að fá meira fótapláss á kostnað annars

Flugfarþegi notaði nýstárlega aðferð til að fá meira fótapláss á kostnað annars
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leikkona harðlega gagnrýnd fyrir að nota sæði eiginmannsins eftir skilnaðinn og án hans samþykkis

Leikkona harðlega gagnrýnd fyrir að nota sæði eiginmannsins eftir skilnaðinn og án hans samþykkis