Þetta sagði hann í síðustu viku þegar hann flutti ávarp í tilefni þess að eitt ár var liðið frá því að hann tók við embætti. Hann sagði að Taívan vilji frið og viðræður við Kínverja.
„Ég styð frið af því að friður verður ekki metinn til fjár og það er enginn sigurvegari í styrjöldum. En þegar kemur að því að leita friðar, þá getum við ekki átt okkur drauma né tálsýn,“ sagði hann.
Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagt Lai vera „hættulegan aðskilnaðarsinna“ sem muni aðeins færa Taívan „stríð og hnignun“ en kommúnistastjórnin lítur á Taívan sem óaðskiljanlega hluta af Kína og vill ná eyríkinu á sitt vald.
Kínverjar hafa hafnað ítrekuðum boðum Lei um viðræður til að gera út um ágreining ríkjanna.
Lai hafnar alfarið kröfum Kínverja um yfirráð yfir Taívan, sem er lýðræðisríki ólíkt Kína, og segir að það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um framtíð landsins.
Xi Jinping, forseti Kína, segir að Taívan sé hluti af Kína og að hann vilji „endursameina“ Taívan við Kína, með hervaldi ef nauðsyn krefur.