fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Pressan

Taívan vill friðsamlega sambúð við Kína en verður að undirbúa sig undir stríð segir forsetinn

Pressan
Þriðjudaginn 27. maí 2025 16:30

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lai Ching-Te, forseti Taívan, segir að Taívan vilji friðsamlega sambúð við Kína en verði um leið að undirbúa sig undir stríð því sterkari varnir eyríkisins séu besta leiðin til að koma í veg fyrir stríð.

Þetta sagði hann í síðustu viku þegar hann flutti ávarp í tilefni þess að eitt ár var liðið frá því að hann tók við embætti. Hann sagði að Taívan vilji frið og viðræður við Kínverja.

„Ég styð frið af því að friður verður ekki metinn til fjár og það er enginn sigurvegari í styrjöldum. En þegar kemur að því að leita friðar, þá getum við ekki átt okkur drauma né tálsýn,“ sagði hann.

Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagt Lai vera „hættulegan aðskilnaðarsinna“ sem muni aðeins færa Taívan „stríð og hnignun“ en kommúnistastjórnin lítur á Taívan sem óaðskiljanlega hluta af Kína og vill ná eyríkinu á sitt vald.

Kínverjar hafa hafnað ítrekuðum boðum Lei um viðræður til að gera út um ágreining ríkjanna.

Lai hafnar alfarið kröfum Kínverja um yfirráð yfir Taívan, sem er lýðræðisríki ólíkt Kína, og segir að það sé aðeins taívanska þjóðin sem geti tekið ákvörðun um framtíð landsins.

Xi Jinping, forseti Kína, segir að Taívan sé hluti af Kína og að hann vilji „endursameina“ Taívan við Kína, með hervaldi ef nauðsyn krefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar