En fyrir farþegana um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess tók ferðin hörmulega stefnu nýlega þegar skipstjórinn lést í miðri ferðinni.
People skýrir frá þessu og segir að útgerðin hafi staðfest þetta við miðilinn.
Skipstjórinn, Michele Bartolomei, veiktist skyndilega þann 19. maí, þegar ferðin var hálfnuð og lést.
Farþegunum var tilkynnt um þetta með bréfi sem var borið í alla farþegaklefana. Í því kom einnig fram að fyrsti stýrimaðurinn myndi taka við stjórn skipsins.
Bartolomei hefði fagnað 30 ára skipstjórnarafmæli á Diamond Princess síðar á árinu.
Skipið var á siglinu í Asíu, við Taívan, þegar Bartolomei lést.