fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Pressan

Fyrrum lögreglustjóri flúði úr fangelsi – Dæmdur fyrir morð og nauðgun

Pressan
Mánudaginn 26. maí 2025 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Arkansas í Bandaríkjunum leita nú logandi ljósi að dæmdum morðingja og nauðgara sem tókst að flýja úr Nort Central United-fangelsinu í Calico Rock í gær.

Maðurinn sem um ræðir heitir Grant Hardin en hann var lögreglustjóri í smábænum Gateway áður en hann var handtekinn árið 2017 vegna gruns um morð. Hann skaut mág sinn til bana í febrúar það ár og játaði glæpinn á sig í réttarhöldum sem fram fóru í október 2017. Fyrir þann glæp fékk hann 30 ára fangelsisdóm.

Hann var svo dæmdur í 50 ára fangelsi til viðbótar árið 2019 fyrir nauðgun sem hann framdi árið 1997. Ekki komst upp um þann glæp fyrr en lögregla endurskoðaði DNA-sýni sem tekið var á vettvangi brotsins og kom það heim og saman við DNA-sýni sem tekið hafði verið úr Hardin.

Ekki liggur fyrir hvernig Hardin tókst að flýja úr haldi en lögregla er með öll spjót úti í leitinni að honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Taívan vill friðsamlega sambúð við Kína en verður að undirbúa sig undir stríð segir forsetinn

Taívan vill friðsamlega sambúð við Kína en verður að undirbúa sig undir stríð segir forsetinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona vonast til að endurlífga 13 ára son sinn sem lést á föstudag – Er í kapphlaupi við tímann

Leikkona vonast til að endurlífga 13 ára son sinn sem lést á föstudag – Er í kapphlaupi við tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður með stórtíðindi – Það eru til skjöl sem sanna að geimverur hafa drepið fólk

Vísindamaður með stórtíðindi – Það eru til skjöl sem sanna að geimverur hafa drepið fólk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamla sólarvörnin þín getur aukið hættuna á húðkrabbameini

Gamla sólarvörnin þín getur aukið hættuna á húðkrabbameini
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að bursta tennurnar fyrir eða eftir morgunmatinn? – Þetta segir tannlæknirinn

Á að bursta tennurnar fyrir eða eftir morgunmatinn? – Þetta segir tannlæknirinn