fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Pressan

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Pressan
Laugardaginn 1. mars 2025 12:30

Hafragrautur er vinsæll morgunmatur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haframjöl er algjör snilld sem morgunverður, hvort sem er í hafragraut eða bara með mjólk út á. Það bragðast vel og kostar ekki mikið og flestir vita auðvitað að það er hollt. En það kemur sumum kannski á óvart hversu hollt haframjöl er.

Það eru fá næringarefni eða steinefni sem haframjöl inniheldur ekki. Haframjöl inniheldur líka mikið af góðu kolvetni sem veitir orku fyrir langan dag. Það inniheldur fjölda steinefna og vítamína eins og B– og E-vítamín. E-vítamín vinnur gegn sjúkdómum og gerir líkamann heilbrigðan og sterkan, það er eitt áhrifaríkasta næringarefnið fyrir ónæmiskerfið. B-vítamín koma við sögu í efnaskiptum líkamans og eiga sinn þátt í að allt gangi eins og það á að ganga.

Haframjöl inniheldur einnig prótín sem valda mettunartilfinningu. Þau innihalda einnig fitusýrur sem eru góðar fyrir hjartað og gera æðakerfinum og blóðrásinni gott.

Ef þú borðar 100 grömm af haframjöli fullnægir þú þriðjungi af daglegri þörf líkamans fyrir trefjar en trefjar aðstoða við meltinguna og vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum.

Haframjög inniheldur töluvert mikið af hitaeiningum eða 109 hitaeiningar í 30 grömmum. En það er ekkert til að hræðast því haframjölið mettar svo lengi og færir þér fullt af hollustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 60 sm rottu „næstum á stærð við lítinn kött“ á heimilinu – „Vaxandi vandamál“

Fundu 60 sm rottu „næstum á stærð við lítinn kött“ á heimilinu – „Vaxandi vandamál“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum