fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Læknir játar að hafa skaðað börn með „óöruggum og grimmdarlegum“ umskurði

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 06:30

Gervigreindin stóð sig betur en læknarnri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknirinn fyrrverandi Mohammad Siddiqui hefur játað að hafa valdið börnum „tilfinningalegu og líkamlegu tjóni“ með því að umskera þau. Siddiqui, sem hefur verið sviptur lækningaleyfi, bauð upp á umskurð utan heilbrigðisstofnana og ferðaðist fram og aftur um Bretland til að framkvæma slíkar aðgerðir.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Siddiqui, sem er 56 ára, hafi frá því í júní 2012 og fram í nóvember 2013 umskorið drengi og pilta, allt að 14 ára gamla.

Eftir að læknaráð fann hann sekan um að hafa gert mistök við aðgerðir á fjórum börnum á heimili þeirra var hann sviptur lækningaleyfi. Hann var einnig rekin úr starfi á Southampton General sjúkrahúsinu eftir að mál hans komst í hámæli.

En þetta hélt ekki aftur af honum og hann hélt áfram að bjóða upp á umskurð í heimahúsum. Það voru einmitt þau mál sem hann var ákærður fyrir en réttað var í máli hans nýlega. Hann var fundinn sekur um að hafa valdið 12 drengjum líkamlegum áverkum, að hafa beitt fimm drengi ofbeldi og fyrir að hafa skrifað út lyfseðla þótt hann hefði ekki heimild til þess. Refsing hans verður ákveðin um miðjan janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri