fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Svona getur upphaf heimsfaraldurs litið út segir sérfræðingur um þá stöðu sem nú er uppi

Pressan
Föstudaginn 4. október 2024 03:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af fremstu farsóttafræðingum heimsins fór nýlega mikinn á samfélagsmiðlinum X og beindi orðum sínum að Bandaríkjunum og sagði að ef Bandaríkjamenn geti ekki sjálfir tekist á við stöðuna, þá verði að senda sérfræðinga á vettvang.

Sérfræðingurinn, Marion Koopmans, átti við fjölda tilfella H5N1 fuglainflúensunnar í kúm í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks hefur einnig sýnt einkenni smits eftir að hafa verið í náinni snertingu við smitaða einstaklinga.

Það sem vekur reiði Koopmans er ekki hafa verið tekin sýni úr fólkinu til að kanna hvort það sé með fuglaflensu.

„Það er algjörlega óskiljanlegt hvernig þetta getur haldið svona áfram. Það er svona sem upphaf heimsfaraldurs getur litið út,“ skrifaði Koopmans sem er prófessor og forstjóri veirufræðideildar Erasmus Medical Center í Rotterdam.

Það er mikilvægt að vita hvort fólk, sem var nálægt fólki sem er með veiruna, sé einnig með hana. Það er mjög mikilvægt að rannsaka það í Bandaríkjunum því frá því í febrúar hafa komið upp margir staðbundnir faraldrar H5N1. Mörg dæmi eru um að starfsfólk kúabúa hafi smitast af H5N1. Það er staða af þessu tagi sem má ekki þróast áfram að mati Koopmans.

Tilfellin í Bandaríkjunum eru þau fyrstu þar sem spendýr, kýr, hafa smitað fólk af H5N1. Þegar slíkt gerist, þá aukast líkurnar á smit geti borist á milli fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“