Þingmaður repúblikana, John Cornyn, mætti á kosningafund Donald Trump í Nevada um helgina. Hann nýtti tækifærið og stillti sér upp fyrir mynd með forsetaframbjóðandanum og hefur myndin vakið mikla athygli – en þó ekki fyrir það sem Cornyn ætlaði sér.
Rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn Brian Tyler Cohen deildi myndinni þar sem hann hafði klippt andlit frambjóðandans út og stækkað það. Sú fæsrla á X hefur vakið gífurlega lukku og náð til hátt í 10 milljón einstaklinga og kallað fram líflegt grín í athugasemdum.
Flestir vita að forsetaframbjóðandinn er mjög hrifinn af brúnkukremi. Honum þykir það líkleg gefa sér heilbrigðara yfirbragð. Þrátt fyrir að brúnkan hafi orðið tilefni skrilljón brandara hefur Trump þó fyrir einhverja ástæðu aldrei lært að setja gervibrúnkuna almennilega á sig.
Trump hafði nefnilega greinilega skellt á sig hressilegu magni af brúnkukremu fyrir kosningafundinn, en bara makað því á sjálft andlitið. Hann sleppti alveg hársverðinum, eyrum og hnakkanum.
This is a real photo— posted by a Republican Senator. pic.twitter.com/25hTu5X4bB
— Brian Tyler Cohen (@briantylercohen) October 12, 2024
Netverjar létu í sér heyra í athugasemdum við færslu Cohen þar sem brúnkan var höfð að háði og spotti.
„Donald notar fljótandi farða eins og hann nálgast stefnu sína í kynþáttamálum. Ekkert að blanda, aðskilja litina.“
„Hvernig getur einhver séð þetta og hugsað: Jább þessi maður ætti að stjórna?“
„Jeminn. Gaurinn ætti að slaka á sólarpúðrinu. Hann telst opinberlega litaður einstaklingur núna.“
„Það er ekkert hreinskilið við Donald Trump. Ekki einu sinni húðliturinn hans. Kaldhæðnin krakkar“
„Það að Trump heimti að farða sig sjálfur eins og trúð mun aldrei hætta að vera fyndið“
„Hann verður að hætta að farða sjálfan sig. Ef þú málar þig sjálfur, fáðu einhvern annan til að fylla inn þau svæði sem þú greinilega annað hvort sérð ekki eða nærð ekki til“
Enn fleiri deildu myndrænni framsetningu af gríninu:
Thoughts? https://t.co/BOtI5znbRw
— Alexander Richards (@AlxdrRchrds) October 12, 2024
Now you, too, can look like a Trump!! pic.twitter.com/0rwqFYLYA9
— SnarkTank (@TheSnarkTank99) October 12, 2024
— xsizzell (@xsizzell) October 12, 2024
— Lucy ✌️🇺🇲♿💙 (@juice__2024) October 13, 2024
Enn aðrir hafa bent á að sjaldan hafi Trump passað eins vel við skopstælingu Family Guy.