fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Pressan

Af hverju höfum við hlaupár?

Pressan
Sunnudaginn 28. janúar 2024 17:30

Við fáum einn aukadag þetta árið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2024 er hlaupár og það þýðir auðvitað að við verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá aukadag í árið og eins og alltaf ber hann upp í febrúar. En af hverju eru við með hlaupár? Af hverju höfum við þörf fyrir hlaupár og hvert var upphaf þeirra?

Hlaupár eru ár þar sem dagarnir eru 366 í staðinn fyrir 365. Hlaupár eru fjórða hvert ár samkvæmt gregoríska dagatalinu sem stærsti hluti heimsbyggðarinnar notast við. Hlaupársdagurinn er 29. febrúar og ber hann upp á árum sem er hægt að deila í með fjórum (að aldamótaárum undanskildum þegar 4 ganga ekki upp í ártalið, þannig var árið 2000 hlaupár en ekki árið 1900), til dæmis 2020 og 2024.

Önnur dagatöl, til dæmis það hebreska, íslamska, kínverska og eþíópíska eru með sína útgáfu af hlaupári en þau ber ekki alltaf upp á fjögurra ára fresti og eru oft á öðrum árum en samkvæmt gregoríska dagatalinu. Í sumum dagatölum eru nokkrir hlaupaársdagar eða jafnvel styttir hlaupamánuðir.

Auk hlaupára og hlaupársdaga er gregoríska dagatalið einnig með hlaupsekúndur sem hefur verið bætt við öðru hvoru, til dæmis 2012, 2015 og 2016. En ákveðið hefur verið að hætta að bæta slíkum sekúndum við frá 2035.

Hlaupár eru í raun mjög mikilvæg því án þeirra væru árin mjög ólík því sem við eigum að venjast. Hlaupár eru nauðsynleg því hvert ár í gregoríska dagatalinu er styttra en sólarárið, það er sá tími sem það tekur jörðina að fara einn hring um sólina. Það tekur jörðina 365, 5 klukkustundir, 48 mínútur og 56 sekúndur að fara einn hring um sólina en eitt ár, samkvæmt dagatali er nákvæmlega 365 dagar.

Ef ekki væri notast við hlaupár, þá myndi bilið á milli hvers árs, samkvæmt dagatali, og sólarárs lengjast um 5 klukkustundir, 48 mínútur og 56 sekúndur. Með tímanum myndi þetta þýði að árstíðirnar myndu færast til miðað við dagatalið. Má nefna sem dæmi að ef við hættum að notast við hlaupár, þá myndi sumarið á norðurhvelinu byrja í desember eftir 700 ár í staðinn fyrir í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harvard sviptir starfsmann æviráðningu – Rannsakaði siðferðislega hegðun en var rekin fyrir ósiðferðislega hegðun

Harvard sviptir starfsmann æviráðningu – Rannsakaði siðferðislega hegðun en var rekin fyrir ósiðferðislega hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða

Læknir segir þetta ástæðuna fyrir að sofa eigi með gluggana lokaða
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að bursta tennurnar fyrir eða eftir morgunmatinn? – Þetta segir tannlæknirinn

Á að bursta tennurnar fyrir eða eftir morgunmatinn? – Þetta segir tannlæknirinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA