fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Marsbíll NASA sá undarlega „Marsbók“

Pressan
Sunnudaginn 28. maí 2023 13:30

Marsbókin góða. Mynd:NASA/JPL-Caltech/MSSS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Curiosity, sem er einn Marsbíla bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, tók nýlega athyglisverða mynd af litlum steini á yfirborði Mars. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að steinninn líkist einna helst steingerðri bók.

Myndin var tekin 15. apríl síðastliðinn en þá voru 3.800 Marsdagar liðnir frá því að Curiosity kom til Mars. Einn Marsdagur, sólarhringur, er um 40 mínútnum lengri en sólarhringur hér á jörðinni.

Steinninn líkist opinni bók sem hefur frosið þegar verið var að fletta henni.

Eins og myndin sýnir þá líkist steinninn bók en hann er miklu minni en venjuleg bók því hann er aðeins 2,5 cm á breidd að sögn NASA.

Fulltrúi NASA sagði að steinar, með óvenjulega lögun, séu algengir á Mars. Þeir eru úr steinefnum sem voru skilin eftir af vatni fyrir löngu síðan. Þessi steinefni voru eitt sinn grafin undir mýkri jarðlögum en landeyðing í milljarða ára hefur blásið öllu öðru á brott að sögn NASA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri