fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Marsbíll NASA sá undarlega „Marsbók“

Pressan
Sunnudaginn 28. maí 2023 13:30

Marsbókin góða. Mynd:NASA/JPL-Caltech/MSSS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Curiosity, sem er einn Marsbíla bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, tók nýlega athyglisverða mynd af litlum steini á yfirborði Mars. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að steinninn líkist einna helst steingerðri bók.

Myndin var tekin 15. apríl síðastliðinn en þá voru 3.800 Marsdagar liðnir frá því að Curiosity kom til Mars. Einn Marsdagur, sólarhringur, er um 40 mínútnum lengri en sólarhringur hér á jörðinni.

Steinninn líkist opinni bók sem hefur frosið þegar verið var að fletta henni.

Eins og myndin sýnir þá líkist steinninn bók en hann er miklu minni en venjuleg bók því hann er aðeins 2,5 cm á breidd að sögn NASA.

Fulltrúi NASA sagði að steinar, með óvenjulega lögun, séu algengir á Mars. Þeir eru úr steinefnum sem voru skilin eftir af vatni fyrir löngu síðan. Þessi steinefni voru eitt sinn grafin undir mýkri jarðlögum en landeyðing í milljarða ára hefur blásið öllu öðru á brott að sögn NASA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?