fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Grunaður um að hafa myndað 150 manns með falinni myndavél inni á salerni

Pressan
Þriðjudaginn 16. maí 2023 21:00

Njósnamyndavél. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI handtók nýlega farþega um borð í skemmtiferðaskipi, sem var á siglingu í Karíbahafi, fyrir að hafa komið falinni myndavél fyrir á einu salerni skipsins.

The Washington Post segir að rannsókn FBI hafi leitt í ljós að myndir af rúmlega 150 manns hafi verið í vélinni, þar á meðal mörgum börnum. Maður er grunaður um tilraun til að verða sér úti um myndefni sem átti að nota til kynferðisbrota gagnvart þeim.

Hinn handtekni heitir Jeremy Froias. Hann starfaði sem netöryggisfræðingur hjá sveitarfélagi í Flórída fram að handtökunni.

Hann hefur verið kærður fyrir að vera með ólöglegar upptökur í fórum sínum og tilraun til að verða sér úti um myndefni sem átti að nota til að misnota börn.

The Washington Post segir að fyrsta upptakan í vélinni sýni Froias fela hana og stilla hana þannig að hún vísi á klósett.

Vélin tók upp salernisferðir rúmlega 150 manns, þar af rúmlega 40 barna, áður en hún fannst.

Það var árvökull farþegi sem uppgötvaði vélina og gerði áhöfn skipsins viðvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings