fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Starbucks íhugar að loka salernum fyrir viðskiptavinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 16:00

Starbucks. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðamenn bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks íhuga nú alvarlega að loka salernum kaffihúsanna fyrir viðskiptavinum. Það er því betra að kasta af sér vatni áður en farið er að heiman til að skella í sig kaffibolla hjá Starbucks.

Það er þó aðeins í Bandaríkjunum sem verið er að íhuga að gera þetta en þar rekur keðjan 9.000 kaffihús. CNN Business skýrir frá þessu.

Fram kemur að Howard Schultz, forstjóri Starbucks, hafi skýrt frá þessu nýlega á ráðstefnu í New York.

Starbucks opnaði salerni sín fyrir öllum 2018 eftir atvik þar sem tveimur svörtum Bandaríkjamönnum var meinaður aðgangur að salerni á meðan þeir biðu eftir vini sínum. Þeir voru handteknir í kjölfarið.

Starbucks lenti í miklum ólgusjó í kjölfarið og neyddist til að biðjast afsökunar opinberlega. Í framhaldi af því var ákveðið að opna salernin fyrir öllum.

Nú segir Schultz að vegna öryggissjónarmiða geti fyrirtækið neyðst til að loka salernunum. Hann sagði að svo mikill vandi stafi nú orðið af andlega veiku fólki að starfsfólkinu geti stafað hætta af því sem og öðrum viðskiptavinum þegar salernin eru opin fyrir alla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?