fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Teiknimyndablað seldist fyrir 64 milljónir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 18:30

Hulk í fantaformi í Lundúnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var eintak af teiknimyndablaðinu „Incredible Hulk No.1“ frá 1962 selt á 490.000 dollara á uppboði en það svarar til um 64 milljóna íslenskra króna. Það var einkasafnari sem keypti blaðið.

Blaðið var boðið upp á uppboðssíðunni Comic Connect. Forsvarsmenn hennar segja að þetta sé hæsta verð sem fengist hefur fyrir fyrsta tölublað Hulk. The Guardian skýrir frá þessu.

Það voru Stan Lee og Jack Kirby sem sköpuðu Hulk. Í þessu fyrsta tölublaði er Hulk í sínum upprunalega gráa lit en í dag er hann þekktari fyrir að vera grænn.

Í blaðinu er sagt frá uppruna Hulk en Dr. Bruce Banner verður fyrir eitruðum geislum og breytist eftir það í Hulk þegar hann missir stjórn á sér.

Hjá Marvel var síðar ákveðið að hafa Hulk grænan því prenttækni þess tíma gerði að verkum að grái liturinn kom ekki nægilega vel út á prenti.

Vincent Zurzolo, hjá Metropolis Collectibles sem er stærsti söluaðili gamalla teiknimyndasería, sagði að umrætt eintak væri „nánast eins og nýtt“. Hann sagði að erfitt sé að finna eintök af þessu blaði í góðu standi vegna þess hversu ódýran pappír það var prentað á og vegna gráa litarins á forsíðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum