fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Segja að þekktur leiðtogi QAnon hafi stýrt mótmælendum í árásinni á bandaríska þingið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 07:15

Jake Angeli eða "Q Shaman" Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktur leiðtogi samsæriskenningahreyfingarinnar QAnon stýrði mótmælendum í árásinni sem var gerð á Bandaríkjaþing í gær. Hann er sagður hafa verið mjög áberandi í því sem átti sér stað á Capitol Hill.

Business Insider skýrir frá þessu og segir að hér sé um Jake Angeli, 32 ára, að ræða. Hann er einnig þekktur sem „Q Shaman“. Fram kemur að Angeli hafi margoft sést í gær á gangi við og í þinghúsinu með gjallarhorn. Hann hafi einnig verið iðinn við að láta taka myndir af sér með stuðningsmönnum Donald Trump og QAnon. Hann gaf sér einnig að sögn góðan tíma til að stjórna aðgerðum múgsins.

Angeli, sem er þekktur fyrir að vera með rauða, hvíta og blá málningu í andlitinu auk þess að bera hjálm með hornum er þekktur innan QAnon samsæriskenningahreyfingarinnar. The Arizona Republic segir að hann hafi tekið þátt í fjölmörgum mótmælum hægrimanna í Arizona síðasta árið.

Business Insider segir að hann sé einn af þekktustu aðilunum innan QAnon og einn af hugmyndafræðingum hennar. QAnon hefur stutt dyggilega við bakið á Donald Trump og hefur tekið undir staðlausar ásakanir hans um að kosningasvindl hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Meðlimir hreyfingarinnar telja Trump nánast vera frelsara sem eigi að bjarga Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði