fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Segja að þekktur leiðtogi QAnon hafi stýrt mótmælendum í árásinni á bandaríska þingið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 07:15

Jake Angeli eða "Q Shaman" Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktur leiðtogi samsæriskenningahreyfingarinnar QAnon stýrði mótmælendum í árásinni sem var gerð á Bandaríkjaþing í gær. Hann er sagður hafa verið mjög áberandi í því sem átti sér stað á Capitol Hill.

Business Insider skýrir frá þessu og segir að hér sé um Jake Angeli, 32 ára, að ræða. Hann er einnig þekktur sem „Q Shaman“. Fram kemur að Angeli hafi margoft sést í gær á gangi við og í þinghúsinu með gjallarhorn. Hann hafi einnig verið iðinn við að láta taka myndir af sér með stuðningsmönnum Donald Trump og QAnon. Hann gaf sér einnig að sögn góðan tíma til að stjórna aðgerðum múgsins.

Angeli, sem er þekktur fyrir að vera með rauða, hvíta og blá málningu í andlitinu auk þess að bera hjálm með hornum er þekktur innan QAnon samsæriskenningahreyfingarinnar. The Arizona Republic segir að hann hafi tekið þátt í fjölmörgum mótmælum hægrimanna í Arizona síðasta árið.

Business Insider segir að hann sé einn af þekktustu aðilunum innan QAnon og einn af hugmyndafræðingum hennar. QAnon hefur stutt dyggilega við bakið á Donald Trump og hefur tekið undir staðlausar ásakanir hans um að kosningasvindl hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Meðlimir hreyfingarinnar telja Trump nánast vera frelsara sem eigi að bjarga Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út