fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Kennari tók myndir af 82 stúlkum í búningsherberginu – Notaði falda myndavél

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 07:00

Njósnamyndavél. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

37 ára fyrrum grunnskólakennari í Karensmindeskole í Støvring á Norður-Jótlandi í Danmörku hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot. Hann er sakaður um að hafa notað falda myndavél til að taka myndir af 82 stúlkum í fimmta til níunda bekk skólans í búningsherbergi íþróttahússins.

Nordjyske skýrir frá þessu. Fram kemur að kennarinn hafi játað sök. Brotin stóðu yfir frá 2013 þar til í febrúar á síðasta ári þegar komst upp um hann.

Það voru tvær stúlkur sem uppgötvuðu að maðurinn hafði komið myndavél fyrir í tösku sem hann hafði komið fyrir í búningsklefa stúlkna. Myndavélin, sem líktist venjulegum kúlupenna, var tengd við minniskort þar sem upptökurnar voru geymdar.

18 dagar liðu frá því að stúlkurnar fundu myndavélina þar til lögreglan gat tengt hana við kennarann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum

Stúlkan sem sögð er andstæða Gretu Thunberg sækir um hæli í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”