fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Coca-Cola gerir 30 daga hlé á auglýsingum á samfélagsmiðlum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drykkjarvörurframleiðandinn Coca-Cola ætlar ekki að auglýsa á samfélagsmiðlum í minnst 30 daga. Ástæðan er að fyrirtækið vill sjá samfélagsmiðlana sýna meiri „ábyrgð“ í kjölfar umræðna um kynþáttahatur og kynþáttaníð.

Fyrirtækið tekur þessa ákvörðun á sama tíma og stjórnendur samfélagsmiðla reyna að átta sig á hvernig á að bregðast við kynþáttaníði og hatri á miðlum þeirra.

„Kynþáttahatur á hvergi við og það á ekki við á samfélagsmiðlum.“

Er haft eftir James Quincey, forstjóra The Coca-Cola Company, í fréttatilkynningu. Hann segir að eigendur samfélagsmiðla verði að leggja sitt af mörkum með „meiri ábyrgð og gegnsæi“.

Mörg önnur fyrirtæki hafa einnig tekið ákvörðun um að sniðganga samfélagsmiðla til að þvinga þá til breytinga í meðhöndlun á hatursræðu. Coca-Cola ætlar að nota hléið til að „endurmeta vinnureglur sínar varðandi auglýsingar til að sjá hvaða breytinga er þörf“ segir Quincey.

Fyrirtækið er stór aðili á auglýsingamarkaði um allan heim. Það segir að hléið þýði ekki að fyrirtækið gangi til liðs við hreyfinguna sem berst fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum og almennum réttindum fólks.  Í umræddri hreyfingu er meðal annars hin stóra mannréttindahreyfing NAACP. Hreyfingin hefur hvatt fyrirtæki til að hætta að auglýsa á Facebook undir myllumerkinu #StopHateForProfit. Markmiðið er að þrýsta á að betra eftirlit og stjórn verði höfð á hópum sem hvetja til haturs, kynþáttaníðs og ofbeldis á samfélagsmiðlum.

Matvælaframleiðandinn Unilever, sem framleiðir meðal annars Lipton te og Ben & Jerry‘s ís hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að hætta að auglýsa á Facebook, Twitter og Instagram í Bandaríkjunum og gildir ákvörðunin út árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins