fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Hætta rannsókn á hvarfi níu ára stúlku í Drammen – Eitt þekktasta sakamálið í norskri sögu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 23:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. júlí 1988 hvarf hin níu ára gamla Therese Johannessen frá Fjell í Drammen í Noregi. Þrátt fyrir umfangsmikla lögreglurannsókn og fjölda leitaraðgerða fannst hún aldrei. Hvarf hennar er eitt þekktasta og umtalaðasta mannshvarfið í norskri sögu. Allt stefnir nú í að málið verði óleyst um alla tíð nema eitthvað óvænt komi upp á.

Í fréttatilkynningu frá Kripos, sem er sú deild ríkislögreglunnar sem rannsakar alvarleg mál, segir að þar á bæ hafi fólk fullan skilning á óskum ættingja Therese um að fá svör en það verði einnig að hafa í huga að vekja ekki falskar vonir. Mörgum spurningum sé enn ósvarað í málinu en ekki liggi fyrir hvernig lögreglan eigi að geta fundið svör við þeim rúmlega 30 árum eftir hvarf Therese.

Fram kemur að lögreglan hafi undanfarið ár gert allt sem í hennar valdi stendur til að reyna að leysa málið. Það hafi ekki gengið upp og það sé mikilvægt að lögreglan komi fram af hreinskilni og segi frá stöðu málsins.

Lögreglunni hafa borist mörg þúsund ábendingar um hvarf Therese, rætt hefur verið við um 4.000 manns og rúmlega 2.000 hafa verið yfirheyrðir formlega. Ekkert af þessu hefur fært lögregluna nær því að leysa málið.

Morð, framin fyrir 1. júlí 1989, eru fyrnd og því getur sá sem nam Therese á brott og varð henni væntanlega að bana gefið sig fram án þess að eiga refsingu yfir höfði sér. Talsmaður lögreglunnar benti á þetta í samtali við TV2 og sagði að ættingjar Therese vilji fyrst og fremst fá svör við hver örlög hennar voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn