fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Hafa veðurbreytingar áhrif á gigt?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gigtarsjúklingar upplifa oft að veðrið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Vísindamenn hafa þó átt í erfiðleikum með að finna tengingu þarna á milli. En samt sem áður þarf ekki að ræða við marga gigtarsjúklinga til að fá staðfest að tenging er á milli veðurfars og líðanar þeirra.

Í umfjöllun TV2 um málið er haft eftir Henning Bliddal, prófessor og lækni á Frederiksberg sjúkrahúsinu, að sumar mýtur séu svo langlífar að það sé ekki hægt annað en hugsa með sér að eitthvað hljóti að vera hæft í þeim.

Hann sagði að í rannsókn, sem var gerð á Englandi, hafi gigtarsjúklingar haldið dagbók þar sem þeir færðu inn líðan sína og voru skráningarnar síðan bornar saman við veðurbreytingar. Ákveðið samhengi hafi verið þarna á milli en samt ekki mjög mikið.

„Þetta er hálfmýta því allir tala um þetta og ótrúlega mörgum gigtarsjúklingum líður best þegar hlýtt er en það þarf ekki að koma á óvart. Það eru ekki sérstaklega mikil vísindi tengd því.“

Sagði hann og líkti þessu við að stinga höndunum ofan í kalt eða heitt vatn. Hitinn mýki vefina og komi blóðinu á hreyfingu. En í tengslum við gigt og veðurfar séu vísindaleg gögn nærri því að vera engin en upplifun og reynsla sjúklinga sé önnur.

„Ég tala við gigtarsjúklinga næstum daglega og veðurbreytingar fara yfirleitt illa í þá.“

Sagði og bætti við að hann telji skýringuna vera flóknari en svo að aðeins sé veðrinu um að kenna. Kuldi og myrkur eigi hér einnig hlut að máli. Kuldi fari illa í gigtarsjúklinga og myrkrið hafi þau áhrif að líkaminn framleiði minna af hormónum sem draga aðeins úr áhrifum gigtarinnar. Birtan dragi einnig úr þunglyndi og skap fólks verður betra og því hafi dimmir vetur slæm áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“