fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Trump vill eyða þeim af yfirborði jarðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 21:00

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali við Bill O‘Reilly, þekktan íhaldsmann og fyrrum þáttastjórnanda hjá Fox News, sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að undanfarna þrjá mánuði hafi hann unnið að því að láta lýsa mexíkóska eiturlyfjahringi hryðjuverkasamtök. Þetta vill hann gera vegna aðildar þeirra að eiturlyfjaviðskiptum og mansali.

Trump sagði að það væri ekki einfalt mál að láta setja þessi glæpasamtök á lista yfir hryðjuverkasamtök, það sé ákveðið ferli en það sé vel á veg komið.

Skömmu eftir að viðtalið var birt á heimasíðu O‘Reilly á þriðjudaginn sendi mexíkóska utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu. Í henni kom fram að þarlend stjórnvöld muni reyna að fá fund með æðstu embættismönnum Bandaríkjanna um vandann með eiturlyfjagengin og hvort og þá hvernig sé hægt að líta á þau sem hryðjuverkasamtök.

Ef fyrirætlanir Trump ganga eftir mega bandarískir ríkisborgarar ekki styðja við bakið á eiturlyfjahringjunum og meðlimir þeirra mega ekki koma til Bandaríkjanna. Fyrr í mánuðinum bauð Trump Mexíkó aðstoð við að „fjarlægja eiturlyfjahringana af yfirborði jarðar“. Það gerði hann eftir að níu bandarískir ríkisborgarar voru myrtir af liðsmönnum eiturlyfjagengis í Mexíkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi