fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Pressan

Flóðin sem komu einu sinni á öld munu koma á hverju ári

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 25. september 2019 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóð sem komu að jafnaði einu sinni á öld munu koma á hverju ári áður en árið 2050 gengur í garð. Þetta er samkvæmt svartri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem komin er út.

Þetta er raunveruleikinn jafnvel þó markmið um takmörkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda náist. Skýrslan leiðir einnig í ljós að ýmsar afleiðingar hlýnunar jarðar séu óafturkræfar; þannig sé það staðreynd að fleiri öflug óveður munu ganga yfir og sífreri muni þiðna. Þá eru ótalin neikvæð áhrif á sjávarlífverur.

Í skýrslunni, sem unnin var af fjölda sérfræðinga, kemur fram að enn sé hægt að draga úr þessum neikvæðu afleiðingum þó ekki sé hægt að koma í veg fyrir þær. Einn af lykilþáttunum sé að draga úr útblæstri af völdum jarðefnaeldsneytis en þannig megi koma í veg fyrir enn meiri hækkun yfirborðs sjávar.

Í skýrslunni er bent á það að um tveir milljarðar manna í heiminum búi við strendur. Fari svo að það takist að halda hlýnun jarðar í tveimur gráðum á næstu áratugum verða afleiðingarnar samt sem áður mjög alvarlegar. Þannig verði flóð algengari með tilheyrandi tjóni og milljónir þurfi að yfirgefa heimili sín. Með hækkun yfirborðs sjávar og meiri öfgum í veðurfari munu flóð verða miklu algengari en áður eins og bent er á hér að framan.

Hér má sjá lesa skýrsluna.

Hér má lesa umfjöllun Guardian um skýrsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti

Mætti alblóðugur á lögreglustöð eftir að hafa myrt tengdamóður sína og játaði – Samt var hann sýknaður með ævintýralegum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“

Hávært rifrildi um borð eftir að „Karen“ tróðst fram fyrir- „Haltu kjafti!“
Pressan
Fyrir 1 viku

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik

Hringdi á neyðarlínuna eftir að 6 ára systir hennar fann lík foreldra þeirra – Rannsókn leiddi í ljós fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu