CNN skýrir frá þessu. Talsmaður lögreglunnar í King sýslu í Washington sagði í samtali við Seattle Times að um mikið magn fíkniefna væri að ræða og að einhver hafi gert mistök.
Nokkrum dögum áður fann lögreglan í Kaliforníu mikið magn af maríjúana falið í jalapenos sendingu.
Lögreglan hefur ekki hugmynd um hver sendi fíkniefnin en verðmæti þeirra er rúmlega 500.000 dalir. Vitað er að sendingin kom frá vörugeymslu en ekki er vitað hvaðan kassarnir komu þangað.