The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að veðurfræðingar segi að veðurspár verði ónákvæmari en nú er og að erfitt verði að spá fyrir um öflug óveðurskerfi. Þetta muni í versta falli hafa manntjón í för með sér.
Haft er eftir Tony McNally, hjá Evrópsku veðurspástöðinni í Reading á Englandi, að þegar upp verður staðið geti þetta skipt sköpum hvað varðar líf og dauða.
„Við höfum miklar áhyggjur af þessu.“
Það sem veðurfræðingarnir hafa áhyggjur af er að útvarpsbylgjur sem 5G mun nota geta hugsanlega spillt gögnum sem veðurgervihnettir afla. Þessi gervihnettir afla meðal annars gagna um vatnsgufu í lofti, regn, snjó, skýjafar og ísmagn. Allt eru þetta mikilvægir þættir hvað varðar veður.
Sem dæmi er nefnt að vatnsgufa sendi frá sér veikt merki á 23,8 Ghz bylgjulengdinni. Gervihnettir fylgjast með þessari bylgjulengd og safna gögnum sem veðurfræðingar nota síðan til að vinna úr og gera spár. Óttast er að 5G geti sent út á tíðni sem líkist 23,8 Ghz svo mikið að það muni rugla gervihnetti í ríminu. Það sama á við um fleiri tíðnisvið.