fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Pressan

5G farsímakerfið getur hugsanlega lamað gervihnetti sem eru notaðir við veðurspár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. maí 2019 17:00

Tæpar fimm mínútur að fullhlaða síma, það er ekki slæmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessu ári hefur 5G farsímakerfið innreið sína víða um heim. Að sögn er það miklu öflugra en 4G kerfið sem víða er notað núna og býður upp á miklu meiri flutningsgetu. En þessu nýja farsímakerfi fylgjar ákveðnar hættur að mati veðurfræðinga. Þeir segja að 5G kerfið muni líklega trufla gervihnetti sem eru notaðir til veðurathugana í gufuhvolfinu. Þetta getur haft alvarleg áhrif á getu veðurfræðinga til að spá fyrir um óveður.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að veðurfræðingar segi að veðurspár verði ónákvæmari en nú er og að erfitt verði að spá fyrir um öflug óveðurskerfi. Þetta muni í versta falli hafa manntjón í för með sér.

Haft er eftir Tony McNally, hjá Evrópsku veðurspástöðinni í Reading á Englandi, að þegar upp verður staðið geti þetta skipt sköpum hvað varðar líf og dauða.

„Við höfum miklar áhyggjur af þessu.“

Það sem veðurfræðingarnir hafa áhyggjur af er að útvarpsbylgjur sem 5G mun nota geta hugsanlega spillt gögnum sem veðurgervihnettir afla. Þessi gervihnettir afla meðal annars gagna um vatnsgufu í lofti, regn, snjó, skýjafar og ísmagn. Allt eru þetta mikilvægir þættir hvað varðar veður.

Sem dæmi er nefnt að vatnsgufa sendi frá sér veikt merki á 23,8 Ghz bylgjulengdinni. Gervihnettir fylgjast með þessari bylgjulengd og safna gögnum sem veðurfræðingar nota síðan til að vinna úr og gera spár. Óttast er að 5G geti sent út á tíðni sem líkist 23,8 Ghz svo mikið að það muni rugla gervihnetti í ríminu. Það sama á við um fleiri tíðnisvið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“

Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur? – „Bandið er aftur komið saman“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfarþegi notaði nýstárlega aðferð til að fá meira fótapláss á kostnað annars

Flugfarþegi notaði nýstárlega aðferð til að fá meira fótapláss á kostnað annars
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leikkona harðlega gagnrýnd fyrir að nota sæði eiginmannsins eftir skilnaðinn og án hans samþykkis

Leikkona harðlega gagnrýnd fyrir að nota sæði eiginmannsins eftir skilnaðinn og án hans samþykkis