„Við eigum marga óvini. Þegar maður lítur á hvað ESB hefur gert okkur á viðskiptasviðinu þá er það óvinur. Maður myndi kannski ekki hugsa svona um ESB en það er óvinur.“
Sagði hann og lagði áherslu á að hann telji aðildarríkin vera mjög erfið í hegðun.
„Ég virði leiðtoga þessara ríkja. En þegar kemur að viðskiptum hafa þeir svo sannarlega notfært sér okkur og mörg ríkjanna eru einnig í NATO og greiða ekki sinn hluta.“
Bætti hann við.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump gagnrýnir ESB en á fundi með stuðningsmönnum sínum í síðasta mánuði sagði hann að ESB hefði verið stofnað til „að notfæra sér Bandaríkin“ og til að „ráðast á sparibaukinn okkar“.
Donald Tusk, forseti ESB var ekki lengi að svara fyrir sig og sagði að Bandaríkin og ESB væru nánir vinir.
„Hver sá sem segir að við séum óvinir er að dreifa „fake news“.“
Skrifaði hann á Twitter og vísar þar auðvitað til viðvarandi gagnrýni Trump á fjölmiðla sem hann sakar reglulega um að dreifa falsfréttum ef þær falla honum ekki í geð.