fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025

Sandkorn – Frekja borgar sig

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. janúar 2020 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í baráttunni við að fá viðeigandi þjónustu í heilbrigðis- og félagskerfinu þá borgar sig vissulega að vera frekur. Þú getur fengið hraðari þjónustu, betri þjónustu, komist á undan öðrum í röðinni, fengið nei-um breytt í já, fengið auka liðsinni, fengið aukna aðstoð, aukna hjálp og meira aðhald. Þetta er eitt verst geymda leyndarmálið í samfélaginu okkar. Aðilar á biðlista komst fyrr af ef þeir minna reglulega á sig. Fólk sem bíður úrlausnar stjórnvalda á hinu og þessu fær fyrir töfra hraðari afgreiðslu ef þeir eru nægilega afskiptasamir, og reka á eftir.

Umsóknum um hitt og þetta er neitað en ef leitað er eftir skýringum eða neituninni mótmælt þá gengur allt skyndilega mun betur og við „nánari athugun voru gerð mistök við afgreiðslu umsóknarinnar“ og umsóknin samþykkt.

Allt ef þú ert bara nægilega frekur. Þetta eru skilaboðin sem við fáum frá kerfinu og ganga þau þvert á uppeldi okkar flestra þar sem okkur var kennt að frekja væri neikvæð, frekja væri slæm.  Þessa lexíu skulum við læra.

Hákarlar fæðast syndandi og það borgar sig að vera frekur, þeir sem bíða rólegir eftir að röðin komi að þeim, eða treysta því að ákvarðanir stjórnvalda séu óskeikular, það eru þeir sem tapa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Rekinn frá Liverpool
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gátu ekki lent í Keflavík og sneru við flugvélinni

Gátu ekki lent í Keflavík og sneru við flugvélinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði