fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025

Jæja RÚV, hvað er að frétta?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. desember 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisútvarpið, ríkisrekinn fjölmiðill okkar allra, hefur verið kærður til úrskurðarnefndar um upplýsingamál því menn þar á bæ ætla ekki að greina frá því hvaða einstaklingar sækja um stöðu útvarpsstjóra. Gott og vel. Fyrir þessari ákvörðun hljótum við sem Íslendingar að trúa því að góð og gild rök liggi að baki. Eða hvað? Ástæðan er sem sagt sú að með þessu vilja þeir laða að betri umsækjendur. Því eins og allir vita þá eru það allra bestu umsækjendurnir sem ekki vilja gangast við umsókn sinni opinberlega þótt þeir séu að sækja um hjá opinberu hlutafélagi í ríkiseigu. Auk þess hefur RÚV bent á að Capacent, sem sér um ráðninguna, hafi ráðlagt það. Leyndarhyggja strax við ráðningu. Þetta verður líklega vel valinn og farsæll útvarpsstjóri. Ekki að við getum tekið afstöðu til þess, enda fáum við ekki að vita hvort hann eða hún var hæfasti umsækjandinn. En það þekkist vart í íslensku þjóðfélagi að menn séu ráðnir án þess að vera hæfastir. Nei, það hefur aldrei gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Filippus prins gaf Harry viðvörun fyrir brúðkaup hans og Markle

Filippus prins gaf Harry viðvörun fyrir brúðkaup hans og Markle
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Stjörnurnar sem þú gleymdir að voru giftar

Stjörnurnar sem þú gleymdir að voru giftar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið