fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Eldri borgarar í bobba

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. ágúst 2019 15:30

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni hefur mikið verið fjallað um kaup á íbúðum Félags eldri borgara (FEB) að Árskógum. En þrátt fyrir að kaupendur hafi samið um kaupverð, þinglýst kaupsamningi og staðið við sitt samkvæmt samningnum þá krafðist FEB aukagreiðslu vegna kostnaðaraukningar sem hafði átt sér stað vegna mistaka FEB við útreikning. Meginregla íslenska samningaréttarins er að samninga skuli halda, því kom þessi viðbótargreiðsla illa við kaupendur sem voru settir afarkostirnir að greiða, eða falla frá kaupunum. FEB hefur borið því við að án þess að velta kostnaðaraukningunni á kaupendur, þá muni félagið fara í þrot. Hér er því sú óþægilega staða komin upp að kaupendur að Árskógum eiga að gjalda milljónir vegna mistaka annarra, þrátt fyrir að hafa lagalegan rétt sín megin. Og þrátt fyrir að hafa lagalega réttinn sín megin þá hefur þriðjungur kaupenda fallist á hækkað verð. Hvort ætli það sé vegna tryggðar þeirra við FEB og skilnings á aðstæðum eða einfaldlega vegna þess að án þess að greiða fá þeir ekki afhent og eru þar af leiðandi á götunni? Þó svo að íbúðirnar séu með hækkuðu verði enn undir markaðsvirði þá verður að hafa það í huga að kaupendur ganga til samninga út frá ákveðnum forsendum og út frá annarri krónutölu. Þó svo verðið hafi verið lágt þá er ekki gefið að allir eigi aukagreiðsluna til, enda lífeyrisgreiðslur oft ekkert fagnaðarefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun