Par sem starfaði hjá bresku lúxuskeðjunni Waitrose í Birmingham kærði fyrirtækið fyrir kynþáttafordóma eftir að þeim var sagt upp fyrir að fara í óleyfilegt frí. Parið fullyrti að þau hefðu komið sólbrún tilbaka úr fríinu og að útlit þeirra hefði ráðið úrslitum um uppsögnina.
Peter Hedger og Katerina Dimitrova skelltu sér í frí frá Bretlandseyjum til Búlgaríu, heimalands hennar, þrátt fyrir að hafa fengið synjun á leyfisumsókn sinni. Þau lengdu síðan dvölina og lugu því til að þau væru að leita að húsnæði í heimaborginni.
Vinnuréttardómstóll komst að því að þau hefðu brotið gegn verklagsreglum með því að veita ekki réttar upplýsingar um leyfið og sögðu Waitrose hafa verið í fullum rétti að segja þeim upp.
Þrátt fyrir að Hedger og Dimitrova héldu því fram að þau hefðu verið mismunuð vegna þess hversu „sólbrún“ þau voru við heimkomu, hafnaði dómurinn þeirri fullyrðingu.
Parið hefur verið atvinnulaust síðan uppsagnirnar áttu sér stað og segjast glíma við fjárhagserfiðleika.