fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Eyjan
Miðvikudaginn 10. september 2025 07:33

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er allt annað en sáttur við ríkisstjórnina og gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í vikunni.

„Stóru-sleggjunni var ekki beitt gegn vöxtum og verðbólgu – heldur gegn íslensku verkafólki! Ríkisstjórnin kynnti fjárlög með 13 milljarða króna hagræðingu. Það er selt sem ábyrg fjármálastjórn – en þegar rýnt er í tölurnar blasir önnur mynd við,“ segir Vilhjálmur í pistli á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer nánar yfir málið:

„Framlag til jöfnunar á örorkubyrði, 4,6 milljarðar, er afnumið. Það er 34,6% af allri hagræðingunni og bitnar harkalega á íslensku verkafólki í formi skerðingar á ellilífeyri og réttindaávinnslu. Atvinnuleysisbótatímabilið er stytt og ríkið sparar 6 milljarða. Það er 46,2% af hagræðingunni og lendir á fólki sem hefur misst vinnuna,“ segir hann og bætir við að barnabætur haldi enn fremur ekki raungildi sínu. Fjölskyldur fái sömu krónutölu en minna í raun vegna verðbólgu.

Hann segir að hagræðingin nemi 13 milljörðum en í það minnsta 10,6 milljarðar, eða 80% af heildinni, bitni af fullum þunga á verkafólki, atvinnulausum og þeim sem höllum fæti standa.

„Er þetta félagshyggja? Nei.

Er þetta réttlæti? Nei.

Er þetta jöfnuður? Nei.

Forsætisráðherra sagðist ætla að beita sleggju á verðbólguna og vextina. En þegar til kastanna kom var stórasleggjan reidd hátt til lofts – og hún lenti á íslensku verkafólki og þeim sem verst standa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til