fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
EyjanFréttir

Alltof fáir lögreglumenn við störf og hlutfall menntaðra lögreglumanna hættulega lágt – Loforð og samningar ekki virtir

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 31. maí 2021 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Landssambands Lögreglumanna lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem lögreglan stendur frammi fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins. 

Í henni kemur fram að alltof fáir lögreglumenn eru við störf  hérlendis auk þess sem hlutfall lærðra lögreglumanna er hættulega lágt.  Ástandið var erfitt fyrir en ljóst sé að eftir að stytting vinnuvikunnar tók gildi þann 1.maí síðastliðinn telur stjórnin að staða löggæslu á Íslandi hafi versnað til muna.

Í umfjöllun RÚV á dögunum kom fram að þörf væri á 75 nýjum lögreglumönnum til starfa vegna styttingar vinnuvikunnar og að kostnaðurinn við það væri um 900 milljónir króna.

Þrátt fyrir stöðuna þá segir stjórn LL að ekkert bóli á auknu fjármagni frá  ríkisvaldinu til að ráða viðbótarmannskap. Það hefur í för með sér að færri lögreglumenn eru á vakt hverju sinni og að þetta ástand dragi verulega úr öryggi lögreglumanna og almennings.

Þá er greinilega að  stjórn LL  undrast andvaraleysi ríkisvaldsins. Þegar samið var um  styttri vinnuviku fyrir vaktavinnufólk hlýtur ríkisvaldinu að hafa verið ljóst að ráða þyrfti fleiri lögreglumenn til starfa og setja aukið fé í menntun lögreglumanna.

Stjórn LL krefst þess að ráðamenn standi við gerða samninga og veiti það fjármagn sem þarf til þess að manna lögregluna með viðunandi hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“