Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands var einn besti leikmaðurinn í undankeppni Evrópumótsins. Þannig má túlka að Ragnar hafi verið einn besti leikmaður Evrópu.
Ragnar var öflugur í vörn Íslands sem missti af sæti beint inn á EM, en fer í umspil um laust sæti í mars.
Harry Kane og Raheem Sterling úr enska landsliðinu eru meðal annars með Ragnar í liðinu. Memphis Depay, kantmaður Hollands er í liðinu.
Með Ragnari í vörninni er einn besti varnarmaður allra tíma, Sergio Ramos. Hann var öflugur í liði Spánar.
Liðið má sjá hér að neðan.