fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025

„Grátandi áhrifavaldurinn“ bannaður á TikTok fyrir að birta of djarfar myndir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 08:34

Mikaela Tesla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú kannast við Mikaelu Tesla þá er það líklegast vegna þess að hún er einnig þekkt sem „grátandi áhrifavaldurinn.“ Í fyrra tilkynnti Instagram að það ætlaði að fjarlægja „likes“ af miðlinum. Það hefur ekki enn gerst, en þegar það var fyrst tilkynnt um það var Mikaela miður sín og deildi myndbandi af sér hágrátandi.

Mikaela er tvítug og aflar sér tekna með því að selja djarfar myndir og myndbönd á OnlyFans. Hún sagði við News.au á sínum tíma að ákvörðunin hefði áhrif á mánaðartekjur hennar, sem voru þá um 1,7 milljón krónur á mánuði.

Nú er Mikaela ósátt við annan samfélagsmiðill, TikTok að þessu sinni. TikTok bannaði hana nýlega á miðlinum og eyddi reikningi hennar fyrir að „brjóta margsinnis gegn viðmiðunarreglum samfélagsmiðlisins.“

Mikaela er þekkt fyrir að deila djörfu efni en segir að hún hafi ekki gert neitt rangt á TikTok. Hún segir að „sjálfvirki skanni“ miðilsins sé að refsa henni.

https://www.instagram.com/p/CClR_N-nqX5/

„Mesta sem ég hef sýnt er kannski brjóstaskora,“ segir hún í samtali við News.au. „En ekkert meira en Lizzo eða aðrir líkamsvirðingar-áhrifavaldar deila.“

Hún stofnaði nýjan TikTok aðgang og viðurkenndi að hún hafi verið „smá sorgmædd“ að missa alla fylgjendur á gamla aðganginum. Sem betur fer endaði allt vel og staðfesti TikTok við News.au að þeir hefðu opnað aftur fyrir reikninginn hennar.

Margt hefur breyst síðan hún deildi myndbandinu af sér grátandi í fyrra. „Ég er komin með yfir milljón fylgjendur á Instagram, og ég held ég hafi verið með 30 eða 40 þúsund fylgjendur í fyrra,“ segir hún og bætir við að almenningur þekkir hana sem áhrifavaldinn sem grét yfir „likes.“

https://www.instagram.com/p/CEAig7pHLaa/

Hún var harðlega gagnrýnd fyrir það á sínum tíma og sögðu sumir hana þurfa að finna sér „alvöru vinnu“. En eftir að hafa stækkað fylgjendahóp sinn svona ört á einu ári þá eru áætlaðar tekjur hennar fyrir eina Instagram-færslu um 300-500 þúsund samkvæmt Instagram Influencer Earnings Calculator. Þannig það má reikna með að Mikaela sé ekkert á leiðinni að finna sér „alvöru vinnu“ í bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Pressan
Í gær

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Fókus
Í gær

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.