fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025

Starfsmaður flugfélags segir hvaða stjörnur eru dónalegar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 13:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cindy er fyrrverandi starfsmaður á LAX-flugvellinum í Los Angeles. Hún var þjónustufulltrúi fyrir nokkur stór flugfélög og segist hafa hitt þó nokkrar stjörnur í gegnum tíðina.

Í myndböndum á TikTok deilir hún upplifun sinni af stjörnunum og gefur þeim einkunn út frá hegðun og kurteisi.

Cindy gefur Nicki Minaj tvo af tíu mögulegum í einkunn. Samkvæmt henni þá vildi Nicki Minaj ekki fara úr flugvélinni fyrr en allir fóru úr henni. „Sem var ekki hægt því flugfreyjurnar þurftu að fara á eftir henni. Ég var aðdáandi hennar áður en ég hitti hana, ekki lengur,“ segir Cindy.

Kendall Jenner fær sömu einkunn og Nicki Minaj. „Bókstaflega 2/10. Hún var aldrei vinaleg og gekk bara um frekar hrokafull,“ segir hún.

Dakota Johnson fær mun betri einkunn, níu af tíu mögulegum. „Hún gleymdi vegabréfinu sínu og þurfti að sækja það, en það var svo mikil umferð. Við frestuðum fluginu en hún komst ekki til baka á réttum tíma. En ég gerði grín að henni næst þegar hún fór í flug og hún hló og var mjög kurteis,“ segir Cindy.

Þú getur horft á myndbönd Cindy þar sem hún gefur stjörnunum einkunn, hún gefur meðal annars Chris Evans, Joe Jonas, Sophie Turner og Jeffree Star einkunn.

@_sincindyLike for part 2 if we don’t get banned 😂 ##matthewgraygubler ##fyp ##youpage ##foryoupage ##nickiminaj ##badbunny ##lax ##celebs♬ original sound – _sincindy

@_sincindyPart 4! Like for part 5 @jeffreestar ##chrishemsworth ##jensenackles ##avengers ##thor ##jeffreestar ##supernatural ##youpage ##foryoupage ##foryou ##fyp

♬ original sound – _sincindy

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.