fbpx
Laugardagur 18.október 2025

Netverjar áhyggjufullir yfir aðgerðum skóla gegn COVID-19

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 11:24

Er þessi skóli að ganga of langt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílenskur skóli hefur gert róttækar ráðstafanir til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í Taílandi er búið að slaka aðeins á reglum um takmarkanir á samkomum. En Wat Khlong Toey-skólinn í Bangkok hefur ákveðið að halda áfram að fylgja ströngum reglum til að forðast smit meðal nemenda og kennara.

Myndir sýna bæði yngri og eldri nemendur læra og leika í litlum glærum kössum. Kassarnir eru gerðir úr blárri grind og glæru plasti. Börnin eru með grímur og það er að minnsta kosti einn og hálfur metri á milli kassanna.

Eldri nemendurnir sitja við svona borð í skólastofu.

Yngri börnin geta séð hvert annað en geta ekki snert hvert annað eða leikið saman. Kassar eldri barnanna eru á borðunum.

Í skólanum er búið að bæta við vöskum með sápu og sótthreinsandi þannig nemendur og kennarar eiga auðvelt með að þrífa hendur.

Skólinn opnaði aftur í júlí og er með 250 nemendur. Hingað til hafa ekki komið upp nein smit meðal nemenda, sem sýnir kannski að ráðstafanirnar virka. En viðbrögðin við þeim hafa verið blendin.

Fjölmargir hafa lýst áhyggjum yfir því að börnin séu „sett í búr.“

„Þetta er svo rangt. Greyið börnin eiga eftir að verða óróleg. Hræðilegt,“ sagði einn netverji á Twitter.

„Þetta er svo sorglegt en því miður nauðsynlegt ef óábyrgar ríkisstjórnir krefjast þess að opna skóla í landinu,“ segir annar.

„Rangt, svo rangt,“ sagði Twitter-notandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leikarinn úr The Blind Side búinn að léttast um 90 kíló

Leikarinn úr The Blind Side búinn að léttast um 90 kíló
EyjanFastir pennar
Fyrir 17 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Pressan
Í gær

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.