fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Netverjar áhyggjufullir yfir aðgerðum skóla gegn COVID-19

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 11:24

Er þessi skóli að ganga of langt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílenskur skóli hefur gert róttækar ráðstafanir til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í Taílandi er búið að slaka aðeins á reglum um takmarkanir á samkomum. En Wat Khlong Toey-skólinn í Bangkok hefur ákveðið að halda áfram að fylgja ströngum reglum til að forðast smit meðal nemenda og kennara.

Myndir sýna bæði yngri og eldri nemendur læra og leika í litlum glærum kössum. Kassarnir eru gerðir úr blárri grind og glæru plasti. Börnin eru með grímur og það er að minnsta kosti einn og hálfur metri á milli kassanna.

Eldri nemendurnir sitja við svona borð í skólastofu.

Yngri börnin geta séð hvert annað en geta ekki snert hvert annað eða leikið saman. Kassar eldri barnanna eru á borðunum.

Í skólanum er búið að bæta við vöskum með sápu og sótthreinsandi þannig nemendur og kennarar eiga auðvelt með að þrífa hendur.

Skólinn opnaði aftur í júlí og er með 250 nemendur. Hingað til hafa ekki komið upp nein smit meðal nemenda, sem sýnir kannski að ráðstafanirnar virka. En viðbrögðin við þeim hafa verið blendin.

Fjölmargir hafa lýst áhyggjum yfir því að börnin séu „sett í búr.“

„Þetta er svo rangt. Greyið börnin eiga eftir að verða óróleg. Hræðilegt,“ sagði einn netverji á Twitter.

„Þetta er svo sorglegt en því miður nauðsynlegt ef óábyrgar ríkisstjórnir krefjast þess að opna skóla í landinu,“ segir annar.

„Rangt, svo rangt,“ sagði Twitter-notandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það

Sendiherra fór í hart við íslenska ríkið út af yfirvinnugreiðslum – Hafði ekki erindi sem erfiði og dómari lét hann heyra það
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“

Helgi segir Samhjálp vera góða nágranna – „Aumingi er sá sem níðist á þeim sem eru minni máttar“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum

Þrálátur kvilli sagður tengjast vinsælum megrunarlyfjum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.