fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025

Dóttir raunveruleikastjörnu fékk Instagram reikning í 13 ára afmælisgjöf – 35.000 fylgjendur á einum degi!

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 6. júlí 2020 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt sem gerist í lífi glamúrmódelsins og raunveruleikastjörnunnar Katie Price sem ekki ratar í fjölmiðla og þrettán ára afmælisdagur dóttur hennar var engin undantekning. Í tilefni dagsins fékk Princess nefnilega langþráða ósk sína uppfyllta þegar hún fékk sinni eigin Instagram reikning. Fyrsta myndin sem Princess birti var af henni ásamt hundinum Blade og bar yfirskriftina: „Ég er núna 13 ára og fékk loksins minn eigin Instagram reikning! Jeijj!“

Princess heitir fullu nafni Princess Tiaamii Crystal Esther Andre og er dóttir Katie og söngvarans Peter Andre. Katie og Peter voru gift í fimm ár og eiga saman Princess og Junior en alls á Katie 5 börn. Harvey sem er átján ára á Katie með fótboltakappanum Dwight York og yngstu tvö, Jett og Bunny, á hún með Kieran Hayler, en þau skildu árið 2018.

Princess er vön athyglinni því auk þess að eiga fræga foreldra hefur líf hennar undanfarin ár verið til sýnis í raunveruleikaþáttunum Katie Price: My Crazy Life sem, líkt og titillinn gefur til kynna, fjallar um líf og störf móður hennar.  Sjálf segist Princess stefna á að verða söngkona. Hún hefur æft sig í hljóðveri með pabba sínum og hyggst vera með eigin YouTube rás svo hún geti komið sér á framfæri. Þar ætti Instagram einnig að koma að góðum notum en á fyrsta deginum var hún komin með 35.000 fylgjendur og þegar þetta ritað er fjöldinn kominn í 66.600.

Fyrsta færslan: Princess með hundinum Blade

Með pabba: Söngvarinn Peter Andre sló í gegn á tíunda áratugnum

Öllu vön: Princess hefur verið mikið í sviðsljósinu og kann að pósa

Ofurpar: Katie og Peter kynntust árið 2004 við gerð raunveruleikaþáttanna I’m A Celebrity… Get Me Out Of Here!

Barnamergð: Junior, Harvey, Katie, Jett, Princess og Bunny

Hárprúð: Alsystkinin Princess og Junior eru bæði með þykka lokka

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Grínista slaufað fyrir ósmekklegan brandara um harmleikinn í Liverpool

Grínista slaufað fyrir ósmekklegan brandara um harmleikinn í Liverpool
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Oscar sendur til Kólumbíu á þriðjudag – „Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð“

Oscar sendur til Kólumbíu á þriðjudag – „Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá segir skiljanlegt að fólki sé brugðið yfir frjálsræði Rauðagerðismorðingjans og vill að erlendir glæpamenn afpláni erlendis

Diljá segir skiljanlegt að fólki sé brugðið yfir frjálsræði Rauðagerðismorðingjans og vill að erlendir glæpamenn afpláni erlendis
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Ráðherra neyddist til að segja af sér eftir að hafa sagt að hann hafi aldrei keypt hrísgrjón

Ráðherra neyddist til að segja af sér eftir að hafa sagt að hann hafi aldrei keypt hrísgrjón
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall

Ekkert lið með þessa tölfræði hefur sloppið við fall
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hvíta húsið mun ekki vita sitt rjúkandi ráð eftir nýjasta hneyksli varnarmálaráðherrans

Hvíta húsið mun ekki vita sitt rjúkandi ráð eftir nýjasta hneyksli varnarmálaráðherrans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stjóri Alberts hættur

Stjóri Alberts hættur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tjáði sig um Ronaldo – „Þá mun ég halda á honum hingað“

Tjáði sig um Ronaldo – „Þá mun ég halda á honum hingað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.