Leikkonan Gwyneth Paltrow heldur úti lífstílsmerkinu Goop og hefur gert síðan árið 2008.
15 ára dóttir Gwyneth, Apple, gerði góðlátlegt grín af móður sinni í vikunni. Gwyneth deildi mynd á Instagram þar sem sést að dóttir hennar hefur skrifað „búa til fleiri píkuegg og kerti“ í dagbók móður sinnar. Skrifaði Gwyneth með myndinni „Túlkun Apple á verkefnalistanum mínum“
https://www.instagram.com/p/B-_LHcxDdd8/
Þarna vísar Apple til áhugaverðra hluta sem fyrirtæki móður hennar hefur til sölu.
Athygli vakti um daginn þegar Goop hóf að selja kerti sem kallaðist „Þetta lyktar eins og píkan mín“ og kostaði stykkið um 10 þúsund krónur. Kertið vakti mikla athygli og seldist upp á örfáum mínútum eftir að það koma á markað.
Goop selur einnig aðra vöru sem hefur hlotið minni athygli en er áhugaverð engu að síður. En um er að ræða eins konar Egg úr rósa-kvarsi sem á að setja inn í píku og er sagt geta komið jafnvægi á hormóna, reglu á tíðahringinn og fleira. Þessar fullyrðingar komu Goop þó í vandræði þegar neytendastofa Kaliforníu lögsótti fyrirtækið fyrir villandi auglýsingar. Eftir lögsóknina má fyrirtækið ekki selja vörur í lækningaskyni eða vörur sem haldið er fram að hafi læknandi áhrif. Engu að síður er enn hægt að versla umrædd egg.