fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Þetta eru dýrustu húsin í Garðabæ: Kosta öll yfir 100 milljónir

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 24. september 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest okkar hafa á einhverjum tímapunkti skoðað fasteignasíður blaðanna og látið okkur dreyma um að eiga dýrustu húsin í hverfinu.

DV hefur tekið saman 5 dýrustu húsin í Garðabæ en þau kosta öll yfir 100 milljónir króna og eru öll yfir 200 fermetrar að stærð. Hér fyrir neðan má sjá húsin ásamt myndum og lýsingu á því helsta sem einkennir húsin.

Litlabæjarvör 14 – 109.000.000 kr

Húsið er byggt árið 2005 en það er 207,3 fermetrar að stærð. Í húsinu eru 5 herbergi, 2 baðherbergi, 3 svefnherbergi auk þess sem það inniheldur marga innganga.

Inngengt er á annað baðherbergið frá hjónaherbergi. Þar eru flísar á gólfi og marmari á veggjunum. Í baðherberginu er baðkar, upphengt salerni, og handklæðaofn.

 

 

Dalprýði 4 – 115.000.000 kr

Húsið er 263 fermetrar að stærð en í húsinu eru 6 herbergi, 2 baðherbergi og 4 svefnherbergi. Stofan er stór og opin, parketlögð með mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu.

 

Krókamýri 42 – 123.000.000 kr

Húsið er byggt árið 1994 og er 239,2 fermetrar að stærð. Í húsinu eru 7 herbergi, 2 baðherbergi og 5 svefnherbergi en auk þess er stór garður fyrir aftan húsið

Gólfið í húsinu er mest allt parketlagt en flísar eru þó í eldhúsinu, bílskúrnum og á baðherberginu.

 

 

Brúnás 11 – 144.900.000 kr

Húsið er byggt árið 2005 og er 239,3 fermetrar að stærð. Í húsinu eru 6 herbergi, 2 baðherbergi og 4 svefnherbergi. Bæði baðherbergin innhalda innréttingu með marmara.

Heitur pottur er á þaksvölum hússins en svalirnar eru hellulagðar og um 50 fermetrar að stærð.

Afar rúmgóð stofa er í húsinu en eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá er mjög hátt til lofts í stofunni.

 

Brúnás 19 – 185.000.000 kr

Húsið er byggt árið 2000 og er hvorki meira né minna en 375,4 fermetrar að stærð. Í húsinu eru 7 herbergi, 4 baðherbergi og 4 svefnherbergi.

Auk þess er líkamsræktarrými á neðri hæð hússins en þar er sérinnfluttur marmari á gólfinu. Á neðri hæðinni er síðan spa með marmaralögðu gólfi og veggjum, heitum potti með nuddi og gufubaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir

Vill sjá tvö óvænt félög reyna við Kane í sumar – Stuðningsmenn Tottenham yrðu brjálaðir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Tottenham tapaði gegn Forest

England: Tottenham tapaði gegn Forest

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.