fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024

Hún hætti að vinna sem snyrtifræðingur til að þrífa nakin – Rekur nú fyrirtæki með 15 starfsmenn

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 11. september 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria Murphy, 25 ára frá Skotlandi, sagði upp vinnu sinni sem snyrtifræðingur og ákvað að reyna fyrir sér sem nakinn ræstingarkona. Hún er nú með fimmtán manns í fullu starfi  og segir að hennar forgangsatriði þegar hún þrífur nakin er að skilja allt eftir spikk og span. Starfsfólk hennar rukkar allt að 11.500 krónur á klukkutímann til að þrífa heimili fólks í Adamsklæðunum einum.

Victoria Murphy er með gráðu í viðburðastjórnun og snyrtifræðingur. Hún stofnaði ræstingarþjónustuna Glimmer eftir háskóla.

Í dag er hún með fimmtán manns í fullu starfi sem þrífa nakin, þar á meðal þrír karlmenn. Starfsfólkið rukkar frá 8.500-11.500 á klukkutímann, það fer eftir hversu mikil nekt er innifalin í þjónustunni.

Victoria er háskólamenntuð.

Áður en hún fékk fólk til liðs við sig prófaði hún sig áfram.

„Ég vildi ekki setja starfsfólk mitt í einhverjar aðstæður sem ég hafði ekki sjálf upplifað,“ segir hún við The Sun.

Victoria fékk hugmyndina að Glimmer þegar hún rakst á bandarískt fyrirtæki sem bauð upp á nakin þrif.

„Ég vissi að ég vildi eitthvað sem myndi vera skemmtilegt og djarft en ekki öfgakennt. Við erum ekki fylgdarþjónusta. Það sem við bjóðum er skemmtilegt. Þegar ég gerði þetta sjálf, þá skemmti ég mér og ekkert óæskilegt gerðist.“

https://www.instagram.com/p/BzgerDAIctd/

Glimmer býður upp á þrennskonar þrif. Þrif þar sem manneskjan er á nærfötum kostar 8.500 krónur á klukkutímann, þrif þar sem manneskjan er ber að ofan kosta um 10 þúsund krónur á klukkutímann og þrif þar sem manneskjan er alveg nakin þrif kosta 11.500 krónur á klukkutímann.

„Ekkert af staffinu mínu þarf að gera eitthvað sem þeim líður óþægilega með. Viðskiptavinurinn velur hverskonar þrif hann vill og ég vel þá hvaða starfsmaður sem hentar í það verk,“ segir Victoria.

Hún á ekki erfitt með að finna starfsfólk sem er reiðubúið að þrífa nakið, en síðast þegar hún auglýsti að Glimmer væri að leita að starfsfólki fékk hún yfir 100 umsóknir.

„Það sem skiptir mestu máli er að þetta sé fagmannlegt. Síðan þarf fólk að vera með góðan persónuleika, tala við viðskiptavininn og að líða vel með að vera nakinn er allt partur af því hvað gerir manneskju rétta í starfið.“

https://www.instagram.com/p/By0d7yKoUQ-/

Victoria er með 20 reglulega viðskiptavini og 15 aðra viðskiptavini sem panta þrif af og til. Hún segir að viðskiptavinir Glimmer hafa gjörsamlega breytt hennar hugmynd um hverskonar fólk notar svona þjónustu.

„Ég hélt að þetta væri mestmegnis vinnandi karlmenn á fimmtugsaldri, en viðskiptavinir okkar eru mikið fjölbreyttari,“ segir Victoria.

„Við höfum verið með viðskiptavini eins unga og þrítuga og aðrir eru áttræðir. Margir búa einir og mikið af eldri karlmönnunum eru frekar einmanna, þannig það er mikilvægt að upplifunin sé skemmtileg og starfsmennirnir hafi gaman af því að spjalla.“

Victoria er með karlkyns starfsmenn tilbúna til þjónustu. „En konur að spyrja um karlmenn er ekki eitthvað sem gerist oft. Við erum klárlega að vinna í að byggja upp þann hluta af fyrirtækinu,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/BzRARmjIdXA/

„Þegar ég leita að starfsfólki hef ég ekki áhyggjur af því hvernig fólk lítur út, því allir hafa mismunandi skoðun á því hvað er aðlaðandi, en það þarf að vera frambærilegt og öruggt í sínum líkama.“

Victoria segir að fjölskylda hennar og vinir hafa verið mjög stuðningsrík.

„Þau skilja að þetta er barnið mitt. Ég eyði miklum tíma að útskýra fyrir fólki að þetta er alvöru ræstingarþjónusta. Við þrífum eftir mjög háum stöðlum,“ segir Victoria.

„Flestir spyrja hvað viðskiptavinurinn gerir á meðan manneskjan þrífur. Þeir ímynda sér að viðskiptavinurinn situr bara á meðan ræstingarkonan er með svaka sýningu. En það er ekki það sem við gerum. Margir viðskiptavina okkar hafa aldrei gert neitt svona og eru frekar feimnir. Þannig að sú sem er að þrífa þarf að tengjast viðskiptavininum og taka þátt í samræðum, en það sem skiptir mestu máli er að húsið sé þrifið.“

https://www.instagram.com/p/B1ZcCTAHBMZ/

Victoria auglýsir Glimmer á samfélagsmiðlum, sérstaklega Instagram. „Við getum ekki dreift bæklingum í gegnum hurðarnar hjá fólki, það gætu verið fjölskyldur sem búa þarna og við viljum ekki móðga neinn, þannig við notum samfélagsmiðla.“

Hún segir að það er verið að skoða að bæta nöktum lagtækjum karlmönnum (e. handyman) við Glimmer, og hún reiknar með að konur muni nýta sér þá þjónustu. Skemmtilegir tímar fram undan hjá Glimmer. Hvað finnst lesendum, er þörf á ræstingarþjónustu sem býður upp á nakin þrif á Íslandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Leverkusen þýskur meistari eftir stórsigur

Leverkusen þýskur meistari eftir stórsigur
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eftirsóttur en virðist staðfesta það að hann sé ekki á förum

Eftirsóttur en virðist staðfesta það að hann sé ekki á förum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Manchester United viðurkennir vandræði – ,,Þetta hefur verið eitt af okkar áhyggjuefnum“

Leikmaður Manchester United viðurkennir vandræði – ,,Þetta hefur verið eitt af okkar áhyggjuefnum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Halldór virðist staðfesta brottför Eyþórs – ,,Hann er sennilega að fara“

Halldór virðist staðfesta brottför Eyþórs – ,,Hann er sennilega að fara“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fjölskylda Bondi-morðingjans sendir stuðningskveðju til lögreglukonunnar sem skaut son þeirra til bana

Fjölskylda Bondi-morðingjans sendir stuðningskveðju til lögreglukonunnar sem skaut son þeirra til bana
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.