fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Þetta er myndin sem setti „kynþokkafyllstu ömmu í heimi“ í bann á Instagram

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 19. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Gina Stewart er þekkt fyrir djarfar myndir sínar og hefur verið kölluð „kynþokkafyllsta amma í heimi.“

Gina er 49 ára og hefur verið í svokölluðu „skuggabanni“ (e. shadow ban) á Instagram síðastliðna tíu mánuði.

Skuggabann er takmörkun sem Instagram setur á reikninga notenda af ýmsum ástæðum. Sýnileiki fólks takmarkast og virkar ekki að nota myllumerki (e. hashtags).

Gina opnar sig um bannið og afleiðingar þess í viðtali við News.au. 

https://www.instagram.com/p/B6GMnvPJ9WG/

„Já það hefur hægst verulega á fylgjendum mínum síðan ég var sett í skuggabann á Instagram,“ segir Gina.

„Ég hætti að geta notað myllumerki og síðan mín var sett í „leitunarbann“ þannig enginn gat fundið síðuna mína, þrátt fyrir að skrifa nafnið mitt í leitargluggann. Ég hef verið í banni í tíu mánuði og Instagram hefur tekið að meðaltali eina mynd út af síðunni minni á mánuði, sem setur mig alltaf aftur í bann.“

Gina spyr sig af hverju hún var sett í bann.

„Var það hvernig mjaðmirnar mínar eru, eða er það andlitssvipur minn?“

Á einni af myndunum sem var tekin út fyrir að „brjóta gegn reglum miðilsins“ er Gina nakin og vafin hvítu laki.

Hún var sett í bann fyrir þessa mynd.

Gina segir þetta koma sér á óvart þar sem hún er „alveg hulin.“

„Er það of djarft fyrir Instagram að vera með lak í stað fyrir föt? Ég hef greinilega ekkert frelsi til sjálfstjáningar og þarf að fylgja þessum nýju menningarnormum sem er sett á okkur öll í þessum ritskoðaða heimi pólitískrar rétthugsunar,“ skrifaði Gina á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B4_LaBFp-7i/

Hún segist telja efni sitt vera „heillandi“ (e. glamorous) og sýnir ekki meira en það sem þú myndir sjá á ströndinni.

„Mér finnst í alvöru ekkert á síðunni minni sem ætti að setja mig í bann,“ segir hún og bætir við að henni finnst hún vera „lögð í einelti“ af „risa Goliath fyrirtæki.“

Tilraunastarfsemi

Gina ákvað að fara í smá tilraunastarfsemi og breytti kyni sínu í karlkyn á Instagram. Síðan þá hefur samfélagsmiðillinn ekki fjarlægt neinar myndir af henni.

„Síðan ég breytti um kyn virðist síðan mín ekki lengur bönnuð og ég er loksins að byggja aftur upp fylgjendahóp minn.“

Á einum mánuði hefur hún fengið 10 þúsund nýja fylgjendur og engin mynd hefur verið tekin niður.

„Þetta því miður sýnir að menn komast upp með meira á Instagram,“ segir hún.

„Instagram er allt of viðkvæmur miðill!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Stóra, fagra frumvarpið samþykkt

Stóra, fagra frumvarpið samþykkt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leikarinn Michael Madsen látinn

Leikarinn Michael Madsen látinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.