fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Móeiður náði botninum þegar henni var nauðgað í annað sinn: „Í langan tíma vaknaði ég öskrandi á nóttunni”

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 4. nóvember 2019 12:00

Móeiður Sif Skúladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má segja að ég hafi náð botninum Þorláksmessunótt árið 2010, þegar mér var nauðgað í annað skiptið,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir.

Móeiður glímdi við skelfilega átröskun frá unglingsaldri. Hún var aðeins 40 kíló, og 168 cm á hæð, þegar hún var sem veikust. Eftir að hafa verið nauðgað í annað skipti fékk hún áfallastreituröskun og versnaði ástand hennar verulega.

Hún segir frá afleiðingum nauðgunarinnar, átröskuninni og leiðinni að batanum sem hún er ævinlega þakklát fyrir í einlægu viðtali við DV.

Bráðamóttaka á aðfangadag

„Ég eyddi aðfangadag með mömmu upp á bráðamóttöku Landspítalans. Ég ákvað að kæra í þetta skiptið,“ segir hún.

Málið var tekið fyrir hjá Héraðsdómi og síðan Hæstarétti þar sem gerandinn var sýknaður. Í kjölfarið fékk Móeiður tíma hjá sálfræðingi til að vinna í áfallastreituröskuninni sem hún fékk.

„En eftir nokkra tíma gafst ég upp. Ég var ekki tilbúin, þetta var bara of erfitt,“ segir hún.

Móeiður er 20 kílóum þyngri í dag og mikið heilbrigðari.

Vaknaði öskrandi

„Í langan tíma vaknaði ég öskrandi á nóttunni. Ég var hrædd ef að ókunnugur maður settist of nálægt mér eða einfaldlega horfði of mikið á mig. Ég var alltaf á tánum og tilbúin að einhver myndi ráðast á mig,“ segir Móeiður.

Á þessum tíma var Móeiður 22 ára og hafði glímt við átröskun frá því að hún var 15 ára. Hún var einnig með þunglyndi og kvíðaröskun.

„Þegar ég var veikust var ég aðeins 40 kíló. Ég er 168 cm á hæð. Mér fannst ég svo feit og ljót. Sjálfshatrið var algjört. Allt það slæma sem kom fyrir mig var mér að kenna og ég átti það allt skilið. Mér fannst ég ekki eiga neitt gott skilið og fannst ég vera svo ógeðsleg að innan og utan,“ segir Móeiður.

Móeiður var aðeins 40 kíló þegar hún var sem veikust.

„Það var ekki fyrr en ég fer í meðferð hjá Hvítabandinu sem ég fékk alvöru hjálp. Þar starfar yndislegt fólk sem að bókstaflega bjargaði mér. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki fengið þeirra hjálp. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni en ég vissi að þetta var eitthvað sem að ég þurfti nauðsynlega að gera. Mín meðferð var tvískipt, fyrst við anorexíu og búlimíu og svo við þunglyndi og áfallastreitu. Þarna kynnist ég núvitund, hugleiðslu og yoga, sem átti eftir að hjálpa mér ótrúlega mikið.“

Móeiður hefur fundið sig í jóga og CrossFit.

Fann sig í Yoga Shala

„Eftir sirka 2 ár hjá Hvítabandinu fór ég að mæta í Yoga Shala og fann mig algjörlega þar. Starfsfólkið þar var svo hlýtt og indælt og mér fannst ég vera svo velkomin. Þarna eru mjög fjölbreyttir og góðir tímar, allt frá hugleiðslu yfir í hot yoga,“ segir Móeiður.

„Svo fór ég að mæta meira í ræktina og smám saman finn ég hvað það gerir mér gott, samhliða batanum. Ég var loksins farin að borða eðlilega og varð smám saman orkumeiri og ákvað svo að breyta yfir í vegan mataræði, ekki bara fyrir dýrin og umhverfið heldur líka heilsunnar vegna.“

Móeiður einblínir á jákvætt hugarfar og heilbrigði.

Árið 2017 hætti Móeiður með kærasta sínum til sex ára og flutti aftur til Keflavíkur þar sem hún ólst upp.

„Þá gaf ég allt í að byggja mig upp, andlega og líkamlega. Þetta var tíminn til að einblína bara á það,“ segir Móeiður. Hún fór í jóga og byrjaði í CrossFit.

„Í dag mæti ég eins oft og ég get og elska ekkert meira en að hreyfa mig, manneskjan sem að hataði allar íþróttir. Ég hef bætt á mig 20 kílóum síðan ég var sem veikust,“ segir Móeiður.

Hún er fjarþjálfun hjá Margréti Gnarr sem er mikil fyrirmynd fyrir henni. „Margrét hefur einnig glímt við átröskun. Hún veit mína sögu og fylgist vel með mér. Hún passar að það séu engir öfgar í neinu, hvorki mataræði eða æfingum.“

Bjartsýn á framtíðina

Skemmtilegir tímar eru fram undan hjá Móeiði. Hún er að fara að starfa sem flugfreyja næsta sumar, en áður fyrr hefði henni aldrei dottið í hug að hún myndi vinna í háaloftunum.

„Það er svo ótrúlegt hvernig hugarfarið hjá okkur getur breyst. Ég er ekki sama manneskjan og ég var. Ég opnaði loksins augun og sá allt það góða í kringum mig. Allt það sem ég hef í dag en hafði ekki fyrir nokkrum árum. Ég fór að taka eftir fegurðinni í sólsetrinu, náttúrunni, stjörnunum og öll því litla sem við eigum til að taka sem sjálfsögðum hlut,“ segir Móeiður.

„Það var svo margt sem okkur var kennt á Hvítabandinu sem að ég tileinka mér í dag. Eins og það að skrifa niður jákvæðar staðreyndir, markmið, drauma og allt það sem ég er þakklát fyrir. Ég stunda hugleiðslu reglulega og les mikið af uppbyggjandi sjálfshjálparbókum. Það sem skiptir öllu er að horfa aldrei til baka heldur að vera í núinu og stefna að því að verða betri manneskja en þú ert í dag. Vandamálin eru til að leysa og það sem drepur okkur ekki styrkir okkur og það er engin lygi. Það er engin skömm að því að þiggja aðstoð þegar okkur líður illa og allt virðist svo tilgangslaust. Það er til fólk sem getur hjálpað. Mér hefur aldrei á ævinni liðið jafn vel bæði líkamlega og andlega og er svo ótrúlega þakklát fyrir það.“

Í dag er hún hamingjusöm.

Að lokum vill Móeiður þakka starfsfólkinu á Hvítabandinu.

„Þau sýndu mér ljósið í myrkrinu og hjálpuðu mér aftur á lappir þegar ég var algjörlega týnd. Ég lærði líka að það er ALDREI fórnarlambinu að kenna í nauðgunarmálum og það er aldrei of seint að þiggja aðstoð. ALDREI gefast upp, sama hvað, lífið er þess virði að lifa því.“

Þú getur fylgst með Móeiði á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Hartman í Val

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.