fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

Lesið í tarot Nönnu Kristínar: Brúðkaup eða flutningar í vændum

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 29. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir framleiðir, skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Pabbahelgum sem verða sýndir á RÚV í haust, en fyrstu tveir þættirnir verða sýndir á kvikmyndahátíðinni RIFF sem hófst í gær. Nanna Kristín státar af glæsilegum ferli á sviði leiklistar og því fannst DV þjóðráð að lesa í tarotspil hennar. Lesendur geta einnig valið sér tarotspil á vefsíðu DV.

Finnst eitthvað vanta

Fyrsta spilið sem kemur upp í tarotlesningu Nönnu Kristínar er 8 bikarar. Það táknar það öryggi, jafnvægi og frið sem hefur einkennt umhverfi listakonunnar að undanförnu, sem þýðir einnig að hún hefur notið sín tilfinningalega og líkamlega. Henni finnst þó eitthvað vanta og leitar nú logandi ljósi að nýju verkefni sem fyllir í það tómarúm. Næsta verkefni Nönnu Kristínar verður af allt öðrum toga en við höfum séð áður frá henni og mun hún einbeita sér að því að vinna að verkefni þar sem nútímanum, með öllu hans böli, verða gerð stórkostleg skil. Þetta verkefni gleypir Nönnu Kristínu á góðan máta og hún nær ekki að snúa við úr nýrri og spennandi vegferð.

Tímamót ástarinnar

Næst er það Bikarriddarinn sem táknar persónuleika listakonunnar sem og einkalífið. Nanna Kristín er viðkvæm en afar hugmyndarík þegar kemur að ástalífinu. Hún er uppátækjasöm og ástríðufull, einnig áhrifagjörn og dul. Hún nefnilega fer leynt með það sem hún þráir og stefnir að, heldur því fyrir sig. Nanna Kristín er í sambandi með Gauta Sturlusyni og það virðast vera bjartir tímar framundan í því sambandi, jafnvel brúðkaup í vændum, eða annars konar tímamót ástarinnar. Nanna Kristín fær bráðum tækifæri sem hún á erfitt með að hafna, sem gæti þýtt flutninga á milli landa.

Einstakur vinahittingur

Loks eru það 6 bikarar. Nanna Kristín hittir gamlan vin á næstunni sem mun gefa henni mikla gleði og ánægju. Þessi vinur gerði listakonunni eitt sinn stóran greiða og ómeðvitað launar hún honum greiðann þegar þau hittast nú. Þessi vinahittingur hefur ófyrirséðar afleiðingar í för með sér þar sem Nanna Kristín dregst í góðgerðarstarf þar sem hún hrindir af stað hringrás gleðinnar. Hún lærir að ef hún gefur af sér til náungans þá eykst sjálfsöryggi hennar sjálfrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 17 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.