fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Eyþór Árni var orðinn 276 kg og tók erfiða ákvörðun – „Ég áttaði mig á því að ástandið gæti ekki versnað“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 19. september 2019 14:15

Mynd t.v.: Eyþór Árni í dag/Instagram @abmadul Mynd t.h.: Keppnismynd Eyþórs Árna í Biggest Loser Ísland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Árni Úlfarsson þekkja flestir úr þáttunum Biggest Loser Ísland 2014. Hann var þá þyngsti keppandinn í þáttunum en í dag er hann léttari en hann hefur nokkurn tíma verið. Eyþór Árni opnar sig um þyngdartapið og lífið í viðtali við Smartland.

Eyþór Árni hefur glímt við ýmsa erfiðleika í persónulífinu síðasta árið. Hann er nýlega skilinn og missti móður sína fyrr á þessu ári.

„Þetta tekur allt á og stundum er erfitt að halda áfram en á móti kemur dóttir mín sem stöðugt heldur mér við efnið og lætur mig vilja verða besta útgáfan af sjálfum mér þó að ekki væri nema til að geta alið hana sem best upp og verið til staðar fyrir hana,“ segir hann við Smartland.

Eyþór Árni fór í hjáveituaðgerð í vor. Hann segir að ákvörðunin um að stíga það skref hafa verið erfiða.

„Ég var orðinn 276 kg sem er það þyngsta sem ég hef nokkurn tímann verið,“ segir hann.

Fyrst fór Eyþór inn á Reykjalund, en hann hafði alls ekki hugsað sér að fara í aðgerð. Hins vegar breyttist staðan nokkrum dögum eftir komu sína þangað þegar hann fékk hann alvarlega sýkingu í fótinn og var lagður inn á Borgarspítala með 40 stiga hita. Þar ræddi læknir, sem er yfir offitisviðuni á Reykjalundi, við Eyþór og spurði hvort hann væri reiðubúinn að tala við annan lækni sem gæti frætt hann betur um magaaðgerðir.

„Ég var mjög brotinn andlega og samþykkti að fara í aðgerð. Ég áttaði mig á því að ástandið gæti ekki versnað þaðan í frá,“ segir Eyþór Árni.

Hann var í nokkrar vikur á Reykjalundi í undirbúning fyrir aðgerðina og var 245 kg þegar hann lagðist loks undir hnífinn 8. apríl síðastliðinn. Honum hafði einnig tekist að losna við sykursýkitýpu 2 sem hann var greindur með árið 2016.

Í dag er Eyþór Árni 192 kg, og hefur því misst 53 kg síðan hann fór í aðgerð og 84 kg frá því að hann var sem þyngstur.

„Ég er enn að léttast en ekki á sama hraða og fyrst. Ég passa upp á að labba töluvert og geri æfingar heima við en er ekki byrjaður í ræktinni ennþá en geri ráð fyrir að byrja á næstu dögum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar

Orðið á götunni: Taugaveiklun og óskhyggja stjórnarandstöðunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.