fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025

Valdimar er matarfíkill: Varð allt í einu „rosalega hræddur við dauðann“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 11:37

Valdimar, söngvari hljómsveitarinnar. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er svolítið spes fíkn. Ef maður er alkóhólisti eða dópisti, þá er maður með þarna eitthvað sem maður getur sleppt. Maður verður að borða til að lifa. Maður getur ekkert hætt að borða,“ segir tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson í þættinum Einkalífið á Vísi. Í þættinum ræðir hann lífið og tilveruna, þar á meðal matarfíknina sem hann er haldinn.

„Ég man svo sterkt eftir því þegar ég datt í átak einhvern tímann og hætti að borða þetta og hitt. Þá allt í einu fór stressið í mér rosalega mikið upp og ég fann fyrir rosalega mikið af tilfinningum. Ég var kvíðinn og allt í einu rosalega hræddur við dauðann. Ég fattaði þá, þetta deyfir mig svolítið. Ef manni líður illa þá er þetta ákveðin huggun. Seinna að kvöldi er fínt að ná sér í einn nammipoka eða snakkpoka og horfa á sjónvarpið og deyfa sig svolítið með þessum mat eða nammi,“ segir tónlistarmaðurinn.

Hann segir að tilfinningar stjórni átinu og að hann borði mest þegar hann er í uppnámi.

„Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður og bara flýtur áfram. Þetta er kannski smá gat í hjartanu sem maður er að fylla í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Bianca Censori nær óþekkjanleg á nýjum myndum

Bianca Censori nær óþekkjanleg á nýjum myndum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýri

Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýri
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.