fbpx
Laugardagur 21.september 2024

Heiðar Austmann kominn með nóg af skítkasti: „Íslenskt tuð-samfélag hefur náð nýjum hæðum – röflað yfir ÖLLU nú til dags“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 12:50

Þórunn, Viktor og Heiðar Austmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekki alveg hvað við eigum að gera við Birgittu Haukdal. Hef ekki lesið nýju bókina hennar en hef séð eina mynd úr henni. Á myndinni má sjá að barn er með ljónsunga upp í rúmi að því er virðist á sjúkrahúsi. Er ekki viss um að ég geti lesið þessa bók fyrir Kristófer minn því það mun kosta það að hann mun heimta ljónsunga í hvert skiptið sem þetta verður lesið.“

Þetta segir Viktor Hólm Jónmundsson  í Facebook-færslu sem hefur vakið nokkra athygli. Viktor er sviðsstjóri og hefur verið hægri hönd Bubba Morthens um árabil. Skrif Viktors eru kaldhæðin og ljóst að honum, eins og mörgum öðrum, þykir of mikið gert úr því að Birgitta Haukdal hafi notað orðið hjúkrunarkona í stað hjúkrunarfræðingur. Viktor segir:

„Verð líka að segja að það er ótrúlegt að hjúkrunarfræðingurinn á myndinni geri ekki athugasemd við að barnið sé með gæludýr inn á stofunni, en hún ætti að vita það eftir langt háskólanám að slíkt er bannað. Legg til að okkur sem er umhugað um dýravernd hittumst á Garðatorgi kl. 15.07 í dag og mótmælum dýraníði í bókinni,“ segir Viktor og bætir við: „Ljón eiga ekki heima inn á heimilum eða á sjúkrahúsum fyrir fólk. Varstu ekkert að hugsa þegar þú skrifaðir þessa barnabók Birgitta Haukdal?“

Skrif Viktors hafa eins og áður segir vakið athygli en þarna er hann eins og áður segir að gera grín að umræðunni. Kveðst hann bera mikla virðingu fyrir hjúkrunarfræðingum. Heiðar Austmann tekur til máls í þræðinum og segir:

„Íslenskt tuð samfélag hefur náð nýjum hæðum í þessu tiltekna máli. Það sem fólk getur röflað yfir er ofar mínum skilningi. Það er bókstaflega röflað yfir ÖLLU nú til dags. Skítköstin og dónaskapurinn í garð Birgittu sem vill öllum vel er síðan til skammar. Eintómir besservisserar á bak við tölvuskjá sem telja sig hafa rétt á að úthúða allt og alla. Það versta sem hefur komið fyrir íslenskt samfélag er ummælakerfi. Fólk tekur enga ábyrgð á orðum sínum. Og nú er ég meira að segja farinn að tuða!“

Söngkonan Þórunn Erna Clausen tekur undir með Heiðari og segir:

„Mikið væri nú gott ef Íslendingar myndi nota alla þessa orku sem fer í að rakka aðra niður í að byggja aðra upp og hæla fólki, þá held ég að heimurinn yrði ansi mikið betri staður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Enrique virðist skjóta á Mbappe – ,,Erum með stjörnu sem skín bjartar en allt annað“

Enrique virðist skjóta á Mbappe – ,,Erum með stjörnu sem skín bjartar en allt annað“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lenti í afar vandræðalegu atviki í beinni útsendingu: Áttaði sig strax á mistökunum – Samstarfsmaður fór hjá sér

Lenti í afar vandræðalegu atviki í beinni útsendingu: Áttaði sig strax á mistökunum – Samstarfsmaður fór hjá sér
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Þorgerður Katrín: Börn eiga ekki að vera á biðlistum – vantar verkstjórn hjá ríkisstjórninni

Þorgerður Katrín: Börn eiga ekki að vera á biðlistum – vantar verkstjórn hjá ríkisstjórninni
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Glæsikvendi handtekið um borð í skemmtiferðaskipi og jólin eyðilögð – Þremur dögum síðar komu mistökin í ljós

Glæsikvendi handtekið um borð í skemmtiferðaskipi og jólin eyðilögð – Þremur dögum síðar komu mistökin í ljós
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ráða virt fyrirtæki til starfa sem á að hanna nýjan Old Trafford

Ráða virt fyrirtæki til starfa sem á að hanna nýjan Old Trafford
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óreiðuástand þegar kona á Hólmavík vann í lottóinu um helgina

Óreiðuástand þegar kona á Hólmavík vann í lottóinu um helgina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.