Svefnleysi er vandamál sem háir mikið af fólki í dag og getur það valdið miklum vandræðum og í verstu tilfellum alvarlegum veikindum. Það er því um að gera fyrir þá sem þjást af svefnleysi að prófa aðferð sem þróuð var árið 1981 fyrir hermenn í bandaríska hernum og á að hjálpa fólki að sofna á aðeins tveimur mínútum.
Ástæðan fyrir því að aðferðin var þróuð fyrir hermenn, samkvæmt Daily Mail, var til þess að þeir gætu sofnað og hvílt sig hvar og hvenær sem er og verið ávalt vel hvíldir fyrir baráttu.
Það eru tvær gerðir af svefnleysi. Sú fyrsta er þannig að fólk á erfitt með að sofna og sú seinni er að fólk á auðvelt með að sofna en er að vakna að minnsta kosti einu sinni á hverru nóttu.
Nú þegar þessar upplýsingar eru komnar er næsta skref að prófa sig áfram. Talið er að eftir sex vikur munir þú vera búin að ná góðum tökum á þessu og þá átt þú að geta sofnað á undir tveimur mínútum.