Í síðustu viku voru liðin tíu ár síðan Lady Gaga varð heimsfræg söngkona og í tilefni þess ákvað hún að deila með fylgjendum sínum þremur myndum af sér á Evu klæðunum einum.
Myndirnar setti Lady Gaga á Instagram og til þess að þær yrðu ekki teknar niður „blörraði“ hún yfir geirvörtur sínar.
Samkvæmt Metro voru myndirnar teknar baksviðs á setti og er Lady Gaga förðuð og greidd líkt og hún væri að fara að stíga á svið.
Ljóst er að myndirnar eiga eftir að vekja mikil viðbrögð aðdáenda hennar en hún hefur alla tíð verið þekkt fyrir að ögra svo myndirnar koma líklega fáum á óvart.
https://instagram.com/p/BnB73UWn3X_/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_loading_state_control
https://instagram.com/p/BnB8MYhHAhG/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_loading_state_control
https://instagram.com/p/BnB8IiZH-p2/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_loading_state_control