Kötturinn Ikura er orðin heimsþekkt á Instagram. En á undir sex mánuðum hefur hún fengið yfir 19 þúsund fylgjendur. Ástæðan fyrir vinsældum Ikura er útlit hennar. Ikura er með hvítan felld en á bakinu liggur einkennismerki hennar, svart hjarta.
Eigandi Ikura er Sachiko Kouraba frá Japan. Metro greindi frá því að Instagram notendur séu sammála því að Ikura sé yndisleg og hin fullkomna fyrirsæta en hún virðist alltaf brosa á myndum.
Sachiko hefur saumað tvær leikfanga kisur handa Ikura sem líta út eins og hún.
„Fyrir nokkrum vikum saumaði ég kisubangsa sem líta út fyrir að vera kettlingarnir hennar. Hún gerir mig svo hamingjusama. Þegar við erum ekki heima þá elskar hún að sitja með böngsunum sínum úti í glugga að fylgjast með fuglum, þegar hún er ekki að gera það þá leggur hún sig. Hún á líka símsvara sem við notum þegar við erum í vinnunni.“
Ikura fær stundum að fara með eigendum sínum í bíltúr og er hún vön því að fólk hrósi útliti hennar.
„Hún virðist skilja það að fólk er að hrósa henni.“