fbpx
Mánudagur 05.maí 2025

Pestó kjúklingabaunir að hættu Amöndu Cortes

Öskubuska
Laugardaginn 25. ágúst 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langar að vera duglegri að setja inn uppskriftir sem eru fljótlegar og/eða einfaldar af því þannig finnst mér það best. Raunveruleikinn er sá að það er ekki alltaf nægur tími til eða við í þannig stuði, í að dúlla sér lengi við matreiðsluna.

Ég hef helst hikað við að setja inn slíkar uppskriftir því að fyrir mér eru þetta oft ekki uppskriftir heldur saman hendingar af hinu og þessu í óðagoti. Baunir – tékk, hrísgrjón – tékk, eitthvað grænt með – tékk.

Pestó kjúklingabaunir hafa alltaf skilað sínu, enda gífurlega vel heppnuð blanda og er þetta einn af mínum uppáhalds réttum í róteringu þegar ég veit ekki hvað ég á að elda.  Það er auðvelt að aðlaga réttinn eigin þörfum, setja meira eða minna af grænmeti, bera það fram með pasta, hrísgrjónum, salati, hvítlauksbrauði og þar fram eftir götunum. Þetta er gott með öllu. Annað dæmi um fljótlegan og góðan rétt er þetta quinoa- og svartbauna chilli.

Hráefni

– 2 dósir af kjúklingabaunum (ca 220g í einni dós)
– 2 krukkur rautt vegan pestó (ég nota frá Urtekram)
– 1 Sheese eða Violife fetakubbur (ég nota Sheese)
– 1-2 lúkur ferskt spínat
– 2-3 mtsk ólífuolía
– 1 mtsk sítrónusafi
– 1 mtsk oregano
– 1 mtsk steinselja
– 1-2 tsk herb de provence jurtakrydd

Blandið saman pestó við ca 2-3 mtsk af ólífuolíu, sítrónusafa, oregano og steinselju.
Hrærið við kjúklingabaunir, skellið í ofnfat og bakið í 10mín við 200°C.
Á meðan er gott að skera niður fetakubb í litla teninga og blanda við smávegis olíu
ásamt herb de provence jurtakryddi. Mér finnst þessi blanda minna mikið á fetaost.
Bætið vegan feta út í kjúklingabaunirnar, hrærið og ofnbakið í 15mín til viðbótar.
Að lokum er fersku spínati bætt við, hrært og ofnbakað örlítið lengur, eða rétt þar til
spínatið hefur visnað aðeins.
Ég ber þetta oftast fram með hrísgrjónum en eins og ég nefndi er þetta gott með öllu.

Færslan birtist upphaflega á Öskubuska.is 

Instagram: amandasophy

Njótið!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.