fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025

Galdrakarlinn í Sólheimum

Leikfélag Sólheima frumsýndi Galdrakarlinn í Oz á sumardaginn fyrsta

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 22. apríl 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikfélag Sólheima frumsýndi í gær, sumardaginn fyrsta, leikritið Galdrakarlinn í Oz í íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Með leikstjórn verksins fer Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.

Sagan af Galdrakarlinum í Oz, eftir L. Frank Baum, kom fyrst út árið 1900. Sagan segir frá ævintýrum litlu stelpunnar Dóróteu, sem lendir í því að fellibylur feykir húsi hennar til framandi töfralands. Dórótea þarf að leita hjálpar hjá galdrakarlinum í Oz til að komast heim, en á leiðinni hittir hún ljón, fuglahræðu og skógarhöggsmann úr tini og saman lenda þau í miklum ævintýrum.

Söngleikur byggður á sögunni kom út árið 1902 og 1939 var gerð kvikmynd byggð á sögunni. Judy Garland fór með aðalhlutverkið og sló myndin í gegn um allan heim. Verkið hefur oft verið sett upp á Íslandi í mismunandi leikgerðum á undanförnum áratugum, en á Sólheimum verður stuðst við leikgerð Ármanns Guðmundssonar, sem gerði hana fyrir Leikhópinn Lottu árið 2008.

Leikfélag Sólheima hefur verið starfandi frá árinu 1931 og er því 85 ára í ár. Leikfélagið sem er skipað íbúum Sólheima og nágrennis, ungum sem öldnum, fötluðum og ófötluðum, hefur í gegnum tíðina tekist á við fjölbreytt verkefni eftir innlenda og erlenda höfunda, klassísk og verkefni sérstaklega samin fyrir leikfélagið.
Fjórar sýningar verða haldnar um helgina og þá næstu, en miða er hægt að tryggja sér í síma 847-5323.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Orðið á götunni: Landslið á endastöð – hver verður nýr þjálfari landsliðsins?

Orðið á götunni: Landslið á endastöð – hver verður nýr þjálfari landsliðsins?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu