fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025

Mái snýr aftur

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist óðum í endurkomu Þorsteins Más Baldvinssonar í forstjórastól Samherja. Hann steig til hliðar í nóvember á meðan norska lögmannsstofan Wikbork Rein rannsakaði starfsemi Samherja í Namibíu. Samherji stendur sjálfur fyrir rannsókninni og greiðir lögmannsstofunni fyrir þjónustuna. Björgólfur Jóhannsson tilkynnti í vikunni að hann ætli að láta af störfum sem starfandi forstjóri Samherja fyrir lok marsmánaðar. Þessi tíðindi ættu því væntanlega að fela í sér að rannsókn Wikborg Rein sé lokið, eða við það að ljúka. Margir hafa gagnrýnt rannsóknina þar sem hún sé dæmd til að vera hlutdræg því Samherji kosti hana sjálfur. Þessi tíðindi þýða líka að Þorsteinn stefni á endurkomu þá og þegar. Það hefði kannski verið eðlilegra fyrir Þorstein að bíða þess að rannsókn opinberra aðila á fyrirtækinu lyki og kannski líka að bíða eftir því hver sú niðurstaða yrði. En aftur á móti eru það rannsóknir sem hann hefur enga stjórn á, og getur þar af leiðandi vart vitað niðurstöðuna fyrirfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Alvarleg líkamsárás á Akureyri í nótt

Alvarleg líkamsárás á Akureyri í nótt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót

Thomas Möller skrifar: Hugleiðing um áramót
433Sport
Í gær

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
Fréttir
Í gær

Sopinn er dýr – Áfengi þrefalt dýrara á Íslandi en í Evrópusambandsríkjum

Sopinn er dýr – Áfengi þrefalt dýrara á Íslandi en í Evrópusambandsríkjum