fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Hvað er Reykjavíkurborg hrædd við?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. nóvember 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn bar minnihluti borgarstjórnar fram tillögu um að fyrirhugaðar framkvæmdir við gróðurhvelfingu í Elliðaárdal yrðu lagðar í íbúakosningu. Tillagan var felld af meirihlutanum á þeim grundvelli að tillagan væri pólitísk. Eins hefur minnihlutinn farið fram á upplýsingar um hvaða fjársterku aðilar standa að baki framkvæmdunum og hver áætlaður kostnaður borgarinnar verður. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði í samtali við DV að Hollvinasamtök Elliðaárdals ætli nú að safna undirskriftum borgarbúa til að fá fram slíka kosningu, en bæði kjörnir fulltrúar og borgarbúar, ef nægilegur fjöldi undirskrifta fæst, geta farið fram á slíkar kosningar.

„Það er einhver ástæða fyrir því að þeir vilja ekki fá þetta í atkvæðagreiðslu,“ segir Vigdís.

Maður veltir því eðlilega fyrir sér hvers vegna borgarbúar megi ekki taka þátt í þessari ákvörðun, óttast borgin kannski að þessar framkvæmdir séu þvert á vilja Reykjavíkurbúa? Ef ekkert er að óttast, hvers vegna ekki að samþykkja slíka kosningu strax? Vissulega hlýtur það að valda Reykvíkingum áhyggjum þegar borgarstjórn hefur jafn takmarkaða trú á verkefninu og þetta gefur til kynna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Isak sló vafasamt met

Isak sló vafasamt met
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“